Körfubolti

Körfuboltakvöld: Halda að þau séu að fara út í High School Musical

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sérfræðingarnir í Körfuboltakvöldi Kjartans Atla Kjartanssonar ræddu um íslensk ungmenni sem hrökklast hafa úr námi í Bandaríkjunum.

„Það sem böggar mig, burtséð frá Breka Gylfasyni. Það er alltof oft sem maður sér íslenska krakka sem stefna út og langar til Bandaríkjanna. Svo sér maður þessa krakka koma heim stuttu seinna,“ sagði Benedikt Guðmundsson og hélt áfram.

„Það er alltof oft sem þessir krakkar halda að þeir séu að fara út í High School Musical. Að þetta sé bara gaman og stuð. Karfa og einhver góð partý. Það klárar eiginlega enginn þessi fjögur ár sem skólinn er.“

„Þetta er drullu erfitt og oft einmanalegt. Sýnið smá andlega hörku og ekki koma heim strax,“ sagði Benedikt.

Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum efst í fréttinni.

Klippa: Benni um leikmenn sem fara út í skóla

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×