Nýsköpunarstefna og hvað svo? Kristjana Björk Barðdal og Tanja Teresa Leifsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 08:57 Í byrjun október lagði nýsköpunarráðherra fram nýsköpunarstefnu. Í tilkynningu stjórnarráðsins segja þau stefnuna ætlaða til þess að „gera Ísland betur í stakk búið til þess að mæta áskorunum framtíðarinnar með því að byggja upp traustan grundvöll fyrir hugvitsdrifna nýsköpun á öllum sviðum.” Í tilkynningunni kemur einnig fram að nýsköpunarstefnan eigi að verða þess valdandi að Ísland verði „...samfélag þar sem nýsköpun er inngróin í menningu og efnahagslíf og kjörlendi til að setja á fót og starfrækja alþjóðlega samkeppnishæf fyrirtæki.” Við fögnum framtaki nýsköpunarráðherra og deilum viðhorfi hennar til nýsköpunar, en eins og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir sjálf þá er „nýsköpun ekki lúxus, heldur nauðsyn.” En hverjir eru það sem munu byggja upp þessa nýsköpunarparadís sem hér er lýst að ofan? Hverjir ætla að framfylgja stefnunni? Það er skoðun okkar að íslenskt atvinnulíf verði að vera þar í fararbroddi og saman að tryggja samkeppnishæfi Íslands á alþjóðlegum vettvangi framtíðarinnar. Íslensk fyrirtæki tala oft um nýsköpun og framþróun á tyllidögum en þegar kemur að því að standa við stóru orðin mæta þeim ýmsar hindranir. Oftar en ekki er ástæðan skortur á tíma til þess að sinna nýsköpun þar sem sinna þarf daglegum rekstri og öðrum verkefnum sem klára þarf. En nýsköpun þarf hvorki að vera flókin né tímafrek. Breytt viðhorf getur skipt sköpum þegar kemur að því að efla nýsköpunarmenningu. Allir hafa færni til þess að greina tækifæri og áskoranir og velta upp nýstárlegum lausnum. Sumir telja sig einnig ekki hafa margt til málanna að leggja þegar kemur að nýsköpun en nýsköpun er líka sköpunargleði og framtíðarsýn. Til þess að stuðla að nýsköpun á farsælan hátt þarf að hafa hugrekki til þess að taka áhættu, fara ótroðnar slóðir og gera mistök. Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi hafa í auknum mæli nýtt sér hakkaþon til að styrkja stoðir nýsköpunar innanhúss. Hakkaþon er nýsköpunarsprettur þar sem vel valdnar áskoranir eru lagðar fram og rýnt er í hugmyndir að lausnum. Nýsköpunarkeppni sem þessi er því kjörin vettvangur fyrir fyrirtæki til þess að efla nýsköpunarmenningu hjá sér. Reboot Hack er hakkaþon fyrir háskólanemendur en áskoranirnar sem lagðar eru fram eru sóttar til samstarfsfyrirtækja. Hluti af samstarfsferlinu er að bjóða upp á hugarflug (e. branstorming) innan fyrirtækjanna sem kynnir hugmyndafræði hakkaþona ásamt því að stuðla að lausnamiðuðu og framsæknu hugarfari. Hugarflugið greiðir leið fyrirtækja að finna í sameiningu verðugar áskoranir og koma oft nýjar og áhugaverðar lausnir við þeim áskorunum, og jafnvel nýjar og krefjandi áskoranir. Það er því til mikils að vinna að fá nýtt og ferskt hugvit til þess að takast á við áskoranir fyrirtækja. Það eru nefnilega ég og þú sem þurfum að byggja upp Ísland framtíðarinnar, en ef við gerum ekki neitt - þá gerist ekki neitt. Höfundar eru Kristjana Björk Barðdal stofnandi og framkvæmdarstjóri Reboot Hack og Tanja Teresa Leifsdóttir samskiptastýra Reboot Hack. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Kristjana Björk Barðdal Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun október lagði nýsköpunarráðherra fram nýsköpunarstefnu. Í tilkynningu stjórnarráðsins segja þau stefnuna ætlaða til þess að „gera Ísland betur í stakk búið til þess að mæta áskorunum framtíðarinnar með því að byggja upp traustan grundvöll fyrir hugvitsdrifna nýsköpun á öllum sviðum.” Í tilkynningunni kemur einnig fram að nýsköpunarstefnan eigi að verða þess valdandi að Ísland verði „...samfélag þar sem nýsköpun er inngróin í menningu og efnahagslíf og kjörlendi til að setja á fót og starfrækja alþjóðlega samkeppnishæf fyrirtæki.” Við fögnum framtaki nýsköpunarráðherra og deilum viðhorfi hennar til nýsköpunar, en eins og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir sjálf þá er „nýsköpun ekki lúxus, heldur nauðsyn.” En hverjir eru það sem munu byggja upp þessa nýsköpunarparadís sem hér er lýst að ofan? Hverjir ætla að framfylgja stefnunni? Það er skoðun okkar að íslenskt atvinnulíf verði að vera þar í fararbroddi og saman að tryggja samkeppnishæfi Íslands á alþjóðlegum vettvangi framtíðarinnar. Íslensk fyrirtæki tala oft um nýsköpun og framþróun á tyllidögum en þegar kemur að því að standa við stóru orðin mæta þeim ýmsar hindranir. Oftar en ekki er ástæðan skortur á tíma til þess að sinna nýsköpun þar sem sinna þarf daglegum rekstri og öðrum verkefnum sem klára þarf. En nýsköpun þarf hvorki að vera flókin né tímafrek. Breytt viðhorf getur skipt sköpum þegar kemur að því að efla nýsköpunarmenningu. Allir hafa færni til þess að greina tækifæri og áskoranir og velta upp nýstárlegum lausnum. Sumir telja sig einnig ekki hafa margt til málanna að leggja þegar kemur að nýsköpun en nýsköpun er líka sköpunargleði og framtíðarsýn. Til þess að stuðla að nýsköpun á farsælan hátt þarf að hafa hugrekki til þess að taka áhættu, fara ótroðnar slóðir og gera mistök. Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi hafa í auknum mæli nýtt sér hakkaþon til að styrkja stoðir nýsköpunar innanhúss. Hakkaþon er nýsköpunarsprettur þar sem vel valdnar áskoranir eru lagðar fram og rýnt er í hugmyndir að lausnum. Nýsköpunarkeppni sem þessi er því kjörin vettvangur fyrir fyrirtæki til þess að efla nýsköpunarmenningu hjá sér. Reboot Hack er hakkaþon fyrir háskólanemendur en áskoranirnar sem lagðar eru fram eru sóttar til samstarfsfyrirtækja. Hluti af samstarfsferlinu er að bjóða upp á hugarflug (e. branstorming) innan fyrirtækjanna sem kynnir hugmyndafræði hakkaþona ásamt því að stuðla að lausnamiðuðu og framsæknu hugarfari. Hugarflugið greiðir leið fyrirtækja að finna í sameiningu verðugar áskoranir og koma oft nýjar og áhugaverðar lausnir við þeim áskorunum, og jafnvel nýjar og krefjandi áskoranir. Það er því til mikils að vinna að fá nýtt og ferskt hugvit til þess að takast á við áskoranir fyrirtækja. Það eru nefnilega ég og þú sem þurfum að byggja upp Ísland framtíðarinnar, en ef við gerum ekki neitt - þá gerist ekki neitt. Höfundar eru Kristjana Björk Barðdal stofnandi og framkvæmdarstjóri Reboot Hack og Tanja Teresa Leifsdóttir samskiptastýra Reboot Hack.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun