Nýsköpunarstefna og hvað svo? Kristjana Björk Barðdal og Tanja Teresa Leifsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 08:57 Í byrjun október lagði nýsköpunarráðherra fram nýsköpunarstefnu. Í tilkynningu stjórnarráðsins segja þau stefnuna ætlaða til þess að „gera Ísland betur í stakk búið til þess að mæta áskorunum framtíðarinnar með því að byggja upp traustan grundvöll fyrir hugvitsdrifna nýsköpun á öllum sviðum.” Í tilkynningunni kemur einnig fram að nýsköpunarstefnan eigi að verða þess valdandi að Ísland verði „...samfélag þar sem nýsköpun er inngróin í menningu og efnahagslíf og kjörlendi til að setja á fót og starfrækja alþjóðlega samkeppnishæf fyrirtæki.” Við fögnum framtaki nýsköpunarráðherra og deilum viðhorfi hennar til nýsköpunar, en eins og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir sjálf þá er „nýsköpun ekki lúxus, heldur nauðsyn.” En hverjir eru það sem munu byggja upp þessa nýsköpunarparadís sem hér er lýst að ofan? Hverjir ætla að framfylgja stefnunni? Það er skoðun okkar að íslenskt atvinnulíf verði að vera þar í fararbroddi og saman að tryggja samkeppnishæfi Íslands á alþjóðlegum vettvangi framtíðarinnar. Íslensk fyrirtæki tala oft um nýsköpun og framþróun á tyllidögum en þegar kemur að því að standa við stóru orðin mæta þeim ýmsar hindranir. Oftar en ekki er ástæðan skortur á tíma til þess að sinna nýsköpun þar sem sinna þarf daglegum rekstri og öðrum verkefnum sem klára þarf. En nýsköpun þarf hvorki að vera flókin né tímafrek. Breytt viðhorf getur skipt sköpum þegar kemur að því að efla nýsköpunarmenningu. Allir hafa færni til þess að greina tækifæri og áskoranir og velta upp nýstárlegum lausnum. Sumir telja sig einnig ekki hafa margt til málanna að leggja þegar kemur að nýsköpun en nýsköpun er líka sköpunargleði og framtíðarsýn. Til þess að stuðla að nýsköpun á farsælan hátt þarf að hafa hugrekki til þess að taka áhættu, fara ótroðnar slóðir og gera mistök. Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi hafa í auknum mæli nýtt sér hakkaþon til að styrkja stoðir nýsköpunar innanhúss. Hakkaþon er nýsköpunarsprettur þar sem vel valdnar áskoranir eru lagðar fram og rýnt er í hugmyndir að lausnum. Nýsköpunarkeppni sem þessi er því kjörin vettvangur fyrir fyrirtæki til þess að efla nýsköpunarmenningu hjá sér. Reboot Hack er hakkaþon fyrir háskólanemendur en áskoranirnar sem lagðar eru fram eru sóttar til samstarfsfyrirtækja. Hluti af samstarfsferlinu er að bjóða upp á hugarflug (e. branstorming) innan fyrirtækjanna sem kynnir hugmyndafræði hakkaþona ásamt því að stuðla að lausnamiðuðu og framsæknu hugarfari. Hugarflugið greiðir leið fyrirtækja að finna í sameiningu verðugar áskoranir og koma oft nýjar og áhugaverðar lausnir við þeim áskorunum, og jafnvel nýjar og krefjandi áskoranir. Það er því til mikils að vinna að fá nýtt og ferskt hugvit til þess að takast á við áskoranir fyrirtækja. Það eru nefnilega ég og þú sem þurfum að byggja upp Ísland framtíðarinnar, en ef við gerum ekki neitt - þá gerist ekki neitt. Höfundar eru Kristjana Björk Barðdal stofnandi og framkvæmdarstjóri Reboot Hack og Tanja Teresa Leifsdóttir samskiptastýra Reboot Hack. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Kristjana Björk Barðdal Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun október lagði nýsköpunarráðherra fram nýsköpunarstefnu. Í tilkynningu stjórnarráðsins segja þau stefnuna ætlaða til þess að „gera Ísland betur í stakk búið til þess að mæta áskorunum framtíðarinnar með því að byggja upp traustan grundvöll fyrir hugvitsdrifna nýsköpun á öllum sviðum.” Í tilkynningunni kemur einnig fram að nýsköpunarstefnan eigi að verða þess valdandi að Ísland verði „...samfélag þar sem nýsköpun er inngróin í menningu og efnahagslíf og kjörlendi til að setja á fót og starfrækja alþjóðlega samkeppnishæf fyrirtæki.” Við fögnum framtaki nýsköpunarráðherra og deilum viðhorfi hennar til nýsköpunar, en eins og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir sjálf þá er „nýsköpun ekki lúxus, heldur nauðsyn.” En hverjir eru það sem munu byggja upp þessa nýsköpunarparadís sem hér er lýst að ofan? Hverjir ætla að framfylgja stefnunni? Það er skoðun okkar að íslenskt atvinnulíf verði að vera þar í fararbroddi og saman að tryggja samkeppnishæfi Íslands á alþjóðlegum vettvangi framtíðarinnar. Íslensk fyrirtæki tala oft um nýsköpun og framþróun á tyllidögum en þegar kemur að því að standa við stóru orðin mæta þeim ýmsar hindranir. Oftar en ekki er ástæðan skortur á tíma til þess að sinna nýsköpun þar sem sinna þarf daglegum rekstri og öðrum verkefnum sem klára þarf. En nýsköpun þarf hvorki að vera flókin né tímafrek. Breytt viðhorf getur skipt sköpum þegar kemur að því að efla nýsköpunarmenningu. Allir hafa færni til þess að greina tækifæri og áskoranir og velta upp nýstárlegum lausnum. Sumir telja sig einnig ekki hafa margt til málanna að leggja þegar kemur að nýsköpun en nýsköpun er líka sköpunargleði og framtíðarsýn. Til þess að stuðla að nýsköpun á farsælan hátt þarf að hafa hugrekki til þess að taka áhættu, fara ótroðnar slóðir og gera mistök. Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi hafa í auknum mæli nýtt sér hakkaþon til að styrkja stoðir nýsköpunar innanhúss. Hakkaþon er nýsköpunarsprettur þar sem vel valdnar áskoranir eru lagðar fram og rýnt er í hugmyndir að lausnum. Nýsköpunarkeppni sem þessi er því kjörin vettvangur fyrir fyrirtæki til þess að efla nýsköpunarmenningu hjá sér. Reboot Hack er hakkaþon fyrir háskólanemendur en áskoranirnar sem lagðar eru fram eru sóttar til samstarfsfyrirtækja. Hluti af samstarfsferlinu er að bjóða upp á hugarflug (e. branstorming) innan fyrirtækjanna sem kynnir hugmyndafræði hakkaþona ásamt því að stuðla að lausnamiðuðu og framsæknu hugarfari. Hugarflugið greiðir leið fyrirtækja að finna í sameiningu verðugar áskoranir og koma oft nýjar og áhugaverðar lausnir við þeim áskorunum, og jafnvel nýjar og krefjandi áskoranir. Það er því til mikils að vinna að fá nýtt og ferskt hugvit til þess að takast á við áskoranir fyrirtækja. Það eru nefnilega ég og þú sem þurfum að byggja upp Ísland framtíðarinnar, en ef við gerum ekki neitt - þá gerist ekki neitt. Höfundar eru Kristjana Björk Barðdal stofnandi og framkvæmdarstjóri Reboot Hack og Tanja Teresa Leifsdóttir samskiptastýra Reboot Hack.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar