Körfubolti

Danero aftur til ÍR

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Danero í leik með ÍR.
Danero í leik með ÍR. vísir/bára
Danero Thomas er genginn í raðir ÍR á nýjan leik. Karfan.is greinir frá.Það sem af er tímabili hefur Danero leikið með Hamri í 1. deildinni. Þar var hann með 17,2 stig, 6,0 fráköst og 2,6 stoðsendingar að meðaltali í leik.Danero lék með ÍR hálft tímabilið 2016-17 og svo allt tímabilið 2017-18. Á síðasta tímabili lék hann með Tindastóli.ÍR varð fyrir mikilli blóðtöku þegar Sigurður Gunnar Þorsteinsson sleit krossband í hné í fyrsta leik sínum með liðinu. Hann leikur ekki meira með ÍR á þessu tímabili.Danero, sem er 33 ára, hefur leikið hér á landi síðan 2013. Hann er með íslenskan ríkisborgararétt og hefur leikið þrjá landsleiki.ÍR er í 6. sæti Domino's deildar karla með sex stig eftir sex umferðir. Næsti leikur liðsins er gegn Fjölni í Seljaskóla á föstudaginn.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.