Körfubolti

Danero aftur til ÍR

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Danero í leik með ÍR.
Danero í leik með ÍR. vísir/bára

Danero Thomas er genginn í raðir ÍR á nýjan leik. Karfan.is greinir frá.

Það sem af er tímabili hefur Danero leikið með Hamri í 1. deildinni. Þar var hann með 17,2 stig, 6,0 fráköst og 2,6 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Danero lék með ÍR hálft tímabilið 2016-17 og svo allt tímabilið 2017-18. Á síðasta tímabili lék hann með Tindastóli.

ÍR varð fyrir mikilli blóðtöku þegar Sigurður Gunnar Þorsteinsson sleit krossband í hné í fyrsta leik sínum með liðinu. Hann leikur ekki meira með ÍR á þessu tímabili.

Danero, sem er 33 ára, hefur leikið hér á landi síðan 2013. Hann er með íslenskan ríkisborgararétt og hefur leikið þrjá landsleiki.

ÍR er í 6. sæti Domino's deildar karla með sex stig eftir sex umferðir. Næsti leikur liðsins er gegn Fjölni í Seljaskóla á föstudaginn.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.