Körfubolti

Sigurður náði níu mínútum með ÍR: Með slitið kross­band og leikur ekki meira á tíma­bilinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sigurður leikur ekki meiri körfubolta á leiktíðinni.
Sigurður leikur ekki meiri körfubolta á leiktíðinni. vísir/bára

Sigurður Gunnar Þorsteinsson, miðherji ÍR, mun ekki leika meira með liðinu á leiktíðinni eftir að hafa slitið krossband í hné. RÚV greinir frá.

Sigurður Gunnar gekk í raðir ÍR eftir að hafa verið leystur undan samningi í Frakklandi og ætlaði sér stóra hluti í vetur en hann náði að leika níu mínútur fyrir ÍR.

Meiðslin komu í leik gegn Þór Akureyri í þar síðustu umferð en þetta er í fyrsta skipti sem hann slítur krossband.

Hann lék níu mínútur í leiknum fyrir norðan og það verða hans einu mínútur í íslenska körfuboltanum þessa leiktíðina.

„Ég hef aldrei slitið krossband áður. Þannig ég hélt að það væri verra og hélt því fyrst að þetta væri bara smá tognun í hné. En svo fór ég í myndatöku og þá kom annað í ljós,“ sagði Sigurður.

Hann er á leið í aðgerð eftir nítján daga en mun ekkert leika með ÍR í vetur. ÍR fékk skell gegn Haukum í kvöld.

ÍR-ingar vöktu mikla athygli er þeir ákváðu að setja af stað söfnun eftir að Sigurður ákvað að skrifa undir samning við félagið og spurning hvort að það þurfi að setja í gang aðra söfnun eftir nýjustu fréttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×