Körfubolti

Domin­o's Körfu­bolta­kvöld: Ein­stök í­þrótta­manns­leg hegðun ÍR-inga

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristinn Óskarsson, dómari, útskýrir málið fyrir ÍR-ingum.
Kristinn Óskarsson, dómari, útskýrir málið fyrir ÍR-ingum. vísir/skjáskot
ÍR náði ekki í tvö stig gegn Haukum í Dominos-deild karla á fimmtudagskvöldið en þeir náðu sér í stig hjá mörgum íþróttaáhugamönnum fyrir drengilega framkomu.

Tölfræðinni, leikklukkunni í húsinu og skýrslunni kom ekki saman um hvað staðan er. Rekistefna var um stigaskor ÍR. Þeir voru með einu stigi meira en þeir áttu raunverulega að vera með.

Even Singletary var gefið stig fyrir vítaskot í fyrri hálfleik sem hann klikkaði en hann viðurkenndi það fyrir dómurunum er þeir ræddu við hann.

Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, útskýrði málið í Dominos Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið en hann sagði að framkoma ÍR hafi vakið mikla lukku og athygli enda framkoman frábær.Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Drengileg framkoma ÍRFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.