Körfubolti

Sport­pakkinn: Sigurður getur ekki þakkað ÍR nóg fyrir stuðninginn eftir meiðslin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sigurður Gunnar Þorsteinsson leikmaður ÍR í körfuboltanum ætlar að koma tvíefldur til leiks. Hans bíður langt bataferli eftir að hafa slitið krossband.Sigurður meiddist í leik gegn Þór Akureyri fyrir hálfum mánuði síðan og eftir að hafa farið í myndatöku komu slitin í ljós.„Þetta var mikið svekkelsi. Tímabilið er búið og maður þarf að undirbúa sig undir langt ferli,“ sagði Sigurður Gunnar í samtali við Arnar Björnsson í Sportpakkanum í kvöld.„Í smá stund hafði ég áhyggjur að því að þetta yrði niðurstaðan en ég hélt að það væri mun sársaukafyllra að slíta krossband. Ég var farinn að labba síðar í leiknum og hélt að það væri ekkert að.“„Ég hef ekki lent í neinu áður. Ég er búinn að vera mjög heppinn fram að þessu en þetta er blaut tuska í andlitið.“Sigurður Gunnar ætlar ekki að gefast upp og segist ætla að koma tvíefldur til leiks eftir meiðslin.„Ég er ekki þekktur fyrir það og fer ekki að gera það núna.“Mikið hefur verið rætt og ritað um samningamál körfuboltamanna. Sigurður segir að ÍR-ingar ætli að hjálpa honum eins vel og þeir geta.„Ég er með tveggja ára samning hjá ÍR. Ég er hjá það frábæru félagi að þeir ætla að standa við bakið á mér og hjálpa mér með þetta. Ég get ekki þakkað þeim nóg fyrir hjálpina,“ sagði Sigurður.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.