Sport

Í beinni í dag: Sjóðheitir Keflvíkingar mæta Íslandsmeisturunum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
vísir/daníel
Undankeppni EM 2020 í fótbolta og Domino's deildin eru fyrirferðamiklar á sportrásum Stöðvar 2 í dag.Körfuboltinn á Stöð 2 Sport á föstudögum og þar er engin breyting á í kvöld. Fyrri leikur kvöldsins er viðureign ÍR og nýliða Fjölnis í Hertz hellinum í Seljaskóla.ÍR-ingar töpuðu síðasta leik á móti Haukum en höfðu þar áður tekið þrjá sigra í röð og vilja ólmir komast aftur á sigurbraut.Seinni leikurinn er svo stórleikur Keflavíkur og Íslandsmeistara KR.Keflvíkingar eru ósigraðir á toppi deildarinnar en KR hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi gera svo umferðina upp að leiknum loknum.Þá verður sýnt frá leikjum Finnlands og Liechtenstein og Rúmeníu og Svíþjóð í undankeppni EM 2020.Beinar útsendingar á Stöð 2 Sport í kvöld:

16:50 Finnland - Liechtenstein, Sport 2

18:00 Mayakoba Golf Classic, Stöð 2 Golf

18:20 ÍR - Fjölnir, Sport

19:35 Rúmenía - Svíþjóð, Sport 2

20:10 Keflavík - KR, Sport

21:45 Undankeppni EM mörkin, Sport 2

22:10 Domino's Körfuboltakvöld, Sport
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.