Lífið

Litla föndurhornið: Vetrarútlit

Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi.
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi.
Munið þið þegar ég gerði borðskreytinguna og talaði um að breyta útlitinu á henni eftir því sem árstíðirnar breyttust? Jæja, dagurinn er orðinn töluvert stuttur, sonur minn er búinn að fara nokkrum sinnum með sleðann sinn í skólann þannig að það er víst kominn vetur og tími til kominn til að breyta.

Ég byrjaði á því að fjarlægja öll eplin, graskerin, mosann og seríuna. Ég keypti ódýrasta bómullina sem ég fann og vafði honum utan um frauðplastið. Svo setti ég smá jólaskraut ofan á, kom seríunni aftur fyrir og veturinn er kominn.

Kristbjörg Ólafsdóttir
Ég veit að þetta getur varla kallast föndur, en það er ástæða fyrir því hvað þetta er auðvelt núna. Verkefnið sem ég mun sýna ykkur í næstu viku það er alls ekki svona fljótlegt, og svo er ég líka á kafi í jólaföndri. Þannig að bíðið bara, þegar þið sjáið hvað ég er með væntanlegt fyrir ykkur, þá verður með örugglega fyrirgefið fyrir svona auðvelt föndur núna. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×