Innlent

Bíl­prófs­laus drengur fór á rúntinn með vini sína í bílnum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þrír einstaklingar féllu á höfuð í nótt og þurftu að leita á slysadeild til aðhlynningar.
Þrír einstaklingar féllu á höfuð í nótt og þurftu að leita á slysadeild til aðhlynningar. Vísir/Vilhelm

Talsverður erill var í nótt hjá lögreglu en áttatíu mál voru skráð í nótt og átta manns gistu í fangaklefa. Þá var sérstaklega annasamt hjá lögreglunni á Hverfisgötu.

Þar komu upp ýmis mál en meðal annars var ekið á gangandi vegfaranda í hverfi 104. Vegfarandinn slapp með minniháttar meiðsl en ökumaðurinn keyrði á brott. Þá voru þrír ökumenn sviptir ökuréttindum þar sem þeir voru stöðvaðir og reyndust vera undir áhrifum fíkniefna.

Tveir einstaklingar féllu á höfuð fyrir framan skemmtistaði í miðbænum. Báðir einstaklingar fengu skurð á höfuð og enduðu á því að fara upp á slysadeild til aðhlynningar. Auk þess féll maður á andlitið í Árbænum og var hann fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Þá var maður vistaður í fangaklefa eftir að hann var handtekinn á veitingastað í miðbænum í mjög annarlegu ástandi, þar sem hann áreitti starfsfólk.

Eftirlýstur maður var handtekinn og vistaður í fangaklefa en hann var til vandræða fyrir utan hótel í Kópavogi og var hann í annarlegu ástandi.

Þá var ungur ökumaður stöðvaður en drengurinn hafði ekki aldur til að öðlast ökuréttindi. Hann hafði tekið vini sína með á rúntinn og voru of margir farþegar í bílnum. Foreldrar drengsins voru kallaðir til og verður málið einnig tilkynnt til barnaverndar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.