Körfubolti

Elvar næststoðsendingahæstur í Svíþjóð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elvar var stoðsendingahæstur á vellinum í dag.
Elvar var stoðsendingahæstur á vellinum í dag. vísir/daníel

Góður leikur Elvars Más Friðrikssonar dugði Borås Basket ekki til sigurs gegn Köping Stars í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Lokatölur 75-67, Köping Stars í vil.

Elvar skoraði tólf stig í leiknum í dag, tók fjögur fráköst og gaf tíu stoðsendingar.

Borås var einu stigi yfir í hálfleik, 41-42. Í seinni hálfleik gekk sóknarleikur liðsins illa og það skoraði aðeins 25 stig gegn 34 stigum Köping Stars.

Elvar er næststoðsendingahæsti leikmaður sænsku deildarinnar með 7,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Þá er Njarðvíkingurinn sá tólfti stigahæsti með 16,9 stig að meðaltali í leik.

Þetta var fyrsta tap Borås síðan í 1. umferðinni. Liðið er í 3. sæti deildarinnar með 14 stig eftir níu leiki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.