Körfubolti

Elvar næststoðsendingahæstur í Svíþjóð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elvar var stoðsendingahæstur á vellinum í dag.
Elvar var stoðsendingahæstur á vellinum í dag. vísir/daníel
Góður leikur Elvars Más Friðrikssonar dugði Borås Basket ekki til sigurs gegn Köping Stars í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Lokatölur 75-67, Köping Stars í vil.Elvar skoraði tólf stig í leiknum í dag, tók fjögur fráköst og gaf tíu stoðsendingar.Borås var einu stigi yfir í hálfleik, 41-42. Í seinni hálfleik gekk sóknarleikur liðsins illa og það skoraði aðeins 25 stig gegn 34 stigum Köping Stars.Elvar er næststoðsendingahæsti leikmaður sænsku deildarinnar með 7,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Þá er Njarðvíkingurinn sá tólfti stigahæsti með 16,9 stig að meðaltali í leik.Þetta var fyrsta tap Borås síðan í 1. umferðinni. Liðið er í 3. sæti deildarinnar með 14 stig eftir níu leiki.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.