Kona sem hræðist karla Sunna Dís Jónasdóttir skrifar 19. nóvember 2019 07:30 Í síðustu viku hafði systir mín ákveðið að fara á Tinder stefnumót með manni sem hún hafði einungis talað við í rúma viku. Þetta stefnumót átti að endast eina sundferð en ílengdist í næstum tvo sólarhringa, fjölskyldunni og vinum til mikils ama. Þar sem okkar seinustu samskipti við hana voru mánudagskvöldið um átta leytið og heyrðist ekkert í henni þangað til á miðvikudagseftirmiðdegi. Síminn batteríslaus, engin virkni á samfélagsmiðlum og engin ummerki um að hún hafi komið heim til sín, í herbergið sem hún leigir sér í Hlíðunum, Reykjavík. Öll þessi atriði samanlögð urðu að mikilli geðshræringu, skiljanlega þar sem hún var að fara hitta ókunnugan útlenskan mann, sem hún kvað búsettan hér til margra ára. Saklaust Tinder stefnumót, sem gekk það vel að það endist í nánast tvo sólarhringa. Eftir að hafa náð sér niður að hún væri óhult og þetta hefði bara gengið svona vel og henni datt ekki í hug að allir í kringum hana væru að farast út áhyggjum að eitthvað miður hafi átt sér stað þá fór ég að velta fyrir mér hversu fljótt hugsunin fór í að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað þegar kona hittir mann. Þegar ég var unglingur þá bar ég út Morgunblaðið á hverjum morgni í nánast fimm ár. Bekkjarfélagi minn bar einnig út Morgunblaðið í næsta hverfi álíka lengi. Við áttum samræður á ákveðnum tímapunkti um hræðslu við að vera ein/nn á morgnana og allt það sem tengdist þeirri hræðslu. Það sem kom fljótt í ljós er að þetta var einungis mín hræðsla ekki hans. Hann óttaðist ekki að bera út og hann svo sannarlega kannaðist ekki við að vera sérstaklega hræddur við karlmenn né að bera út á laugardagsmorgnum líkt og ég. Ég held að á þessum tímapunkti hafi ég fyrst áttað mig á að við búum ekki í sama veruleika. Ég er kona sem óttast karla, og af ástæðu. Það sem ógnar mest lífi kvenna eru karlmenn, það sem ógnar lífi flestra karla eru hjartasjúkdómar. Það verður ekki farið nánar ofan í af hverju þetta er svona því ég hreinlega skil það ekki og veit það ekki. Ég vildi að þetta væri ekki raunveruleikinn en ég vil hins vegar hlusta á mörkin mín og viðurkenna fyrir öllum mínum frumum að ég er kona sem hræðist karlmenn. Ég hræðist þá til dæmis á þann hátt að þegar ég hef ekki heyrt í systur minni í nánast tvo sólarhringa að hún sé ekki óhult þar sem hún sást síðast með manni sem hún kynntist á Tinder. Ég hræðist karlmenn þegar ég geng ein heima í myrkri og mæti þeim. Ég hræðist þá þegar strákurinn minn sem er 11 ára er ekki kominn heim og hann lagði af stað fyrir 30 mín frá skólanum eða íþróttaheimilinu, ég hræðist þá á svo milljón mismunandi vegu, oftar en ekki á mjög ómeðvitaðan máta sem er sorgleg staðreynd. Þessi ótti hefur ekki orðið til í tómarúmi heldur vegna blákaldra staðreynda um hvernig heimi við höfum lifað í og höldum áfram að lifa í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tinder Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku hafði systir mín ákveðið að fara á Tinder stefnumót með manni sem hún hafði einungis talað við í rúma viku. Þetta stefnumót átti að endast eina sundferð en ílengdist í næstum tvo sólarhringa, fjölskyldunni og vinum til mikils ama. Þar sem okkar seinustu samskipti við hana voru mánudagskvöldið um átta leytið og heyrðist ekkert í henni þangað til á miðvikudagseftirmiðdegi. Síminn batteríslaus, engin virkni á samfélagsmiðlum og engin ummerki um að hún hafi komið heim til sín, í herbergið sem hún leigir sér í Hlíðunum, Reykjavík. Öll þessi atriði samanlögð urðu að mikilli geðshræringu, skiljanlega þar sem hún var að fara hitta ókunnugan útlenskan mann, sem hún kvað búsettan hér til margra ára. Saklaust Tinder stefnumót, sem gekk það vel að það endist í nánast tvo sólarhringa. Eftir að hafa náð sér niður að hún væri óhult og þetta hefði bara gengið svona vel og henni datt ekki í hug að allir í kringum hana væru að farast út áhyggjum að eitthvað miður hafi átt sér stað þá fór ég að velta fyrir mér hversu fljótt hugsunin fór í að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað þegar kona hittir mann. Þegar ég var unglingur þá bar ég út Morgunblaðið á hverjum morgni í nánast fimm ár. Bekkjarfélagi minn bar einnig út Morgunblaðið í næsta hverfi álíka lengi. Við áttum samræður á ákveðnum tímapunkti um hræðslu við að vera ein/nn á morgnana og allt það sem tengdist þeirri hræðslu. Það sem kom fljótt í ljós er að þetta var einungis mín hræðsla ekki hans. Hann óttaðist ekki að bera út og hann svo sannarlega kannaðist ekki við að vera sérstaklega hræddur við karlmenn né að bera út á laugardagsmorgnum líkt og ég. Ég held að á þessum tímapunkti hafi ég fyrst áttað mig á að við búum ekki í sama veruleika. Ég er kona sem óttast karla, og af ástæðu. Það sem ógnar mest lífi kvenna eru karlmenn, það sem ógnar lífi flestra karla eru hjartasjúkdómar. Það verður ekki farið nánar ofan í af hverju þetta er svona því ég hreinlega skil það ekki og veit það ekki. Ég vildi að þetta væri ekki raunveruleikinn en ég vil hins vegar hlusta á mörkin mín og viðurkenna fyrir öllum mínum frumum að ég er kona sem hræðist karlmenn. Ég hræðist þá til dæmis á þann hátt að þegar ég hef ekki heyrt í systur minni í nánast tvo sólarhringa að hún sé ekki óhult þar sem hún sást síðast með manni sem hún kynntist á Tinder. Ég hræðist karlmenn þegar ég geng ein heima í myrkri og mæti þeim. Ég hræðist þá þegar strákurinn minn sem er 11 ára er ekki kominn heim og hann lagði af stað fyrir 30 mín frá skólanum eða íþróttaheimilinu, ég hræðist þá á svo milljón mismunandi vegu, oftar en ekki á mjög ómeðvitaðan máta sem er sorgleg staðreynd. Þessi ótti hefur ekki orðið til í tómarúmi heldur vegna blákaldra staðreynda um hvernig heimi við höfum lifað í og höldum áfram að lifa í.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun