Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir skrifar 19. nóvember 2019 10:30 Á Alþingi liggur nú fyrir frumvarp sem stúdentar hafa lengi beðið eftir, frumvarp um námslánakerfi að norrænni fyrirmynd. Hér er um að ræða frumvarp um Menntasjóð námsmanna og eitt stærsta hagsmunamál stúdenta. Nú hafa stjórnvöld tækifæri til þess að auka jafnrétti til náms, jafna kjör stúdenta á við aðra hópa og auka aðgengi að menntun og er því mikilvægt að vanda vel til verksins. Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) var stofnaður á sínum tíma til þess að tryggja tækifæri til náms óháð efnahag. Sjóðurinn hefur þó ekki verið gallalaus heldur hafa stúdentar þurft að standa í ströngu til að berjast fyrir boðlegum kjörum. Mikilvægt er að þetta upprunalega hlutverk sjóðsins, að jafna tækifæri til náms, sé tryggt í nýjum lögum og sjóðurinn styðji best við þá stúdenta sem standa höllum fæti í samfélaginu. Í nýju frumvarpi um Menntasjóð námsmanna eru margar góðar úrbætur og þeim ber að fagna. Stuðningur við fjölskyldufólk eykst, kostur er á að fá námslánin greidd út mánaðarlega í stað tvisvar á ári og hluti námslánsins fellur niður að námi loknu ef stúdent klárar á tilsettum tíma, svo helstu dæmi séu tekin. Það er þó margt sem má bæta áður en þetta frumvarp verður að lögum og þá er helst að nefna miklar breytingar á vaxtakjörum. Í núverandi umhverfi hafa vextir verið fastir í 1% síðan lög um lánasjóðinn tóku gildi 1992 og er lögbundið hámark vaxtanna 3%. Í frumvarpinu eiga vextir að verða breytilegir án vaxtahámarks og er það mikil afturför. Þessar stóru breytingar á vaxtakjörum hafa alltof mikla óvissu í för með sér fyrir lántaka og hafa ekki hagsmuni stúdenta að leiðarljósi. Óöruggt vaxtaumhverfi er ekki til þess fallið að auka aðsókn í nám og fer það gegn hlutverki sjóðsins sem félagslegs jöfnunarsjóðs. Ekkert í nýju frumvarpi setur stjórn Menntasjóðs námsmanna skýr fyrirmæli um að framfærslulán, sem ákveðin eru af stjórn með úthlutunarreglum hvert ár, verði að vera nægjanlega há svo stúdentar geti framfleytt sér á þeim. Þó orðalag frumvarpsins um markmið lagasetningarinnar og sjóðsins sé fegrað frá því sem segir í gildandi lögum, þá boðar Menntasjóðurinn hvorki efnislega breytingu á hlutverki sjóðsins né markmiðum hans. Því er ekki fyrirséð að sjóðurinn muni uppfylla hlutverk sitt sem félagslegur jöfnunarsjóður enda er ekki skýrt að stúdentar geti lifað á þeirri framfærslu sem sjóðurinn á að veita. Þeir kostir sem nýtt frumvarp á að hafa í för með sér, að stúdentar klári nám á réttum tíma og skili sér fyrr út á að vinnumarkaðinn, gætu orðið að engu ef stúdentar halda áfram að þurfa að vinna jafn mikið og raun er með námi til að framfleyta sér. Nauðsynlegt er að framfærsla sé tryggð og sjóðsstjórn sé skylt að gera betur en verið hefur gert með LÍN. Eins og frumvarpið stendur í dag er því miður að í finna glötuð tækifæri til þess að auka fjárfestingu í menntun. Það er pólitískt val að stúdentar standi höllum fæti og nú er tækifæri til þess að bæta úr því.Höfundur er aðalfulltrúi í Stúdentaráði Háskóla Íslands og er greinin hluti af herferð LÍS um fjárfestingu í menntun vegna frumvarps um Menntasjóð námsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Námslán Skóla - og menntamál Mest lesið Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á Alþingi liggur nú fyrir frumvarp sem stúdentar hafa lengi beðið eftir, frumvarp um námslánakerfi að norrænni fyrirmynd. Hér er um að ræða frumvarp um Menntasjóð námsmanna og eitt stærsta hagsmunamál stúdenta. Nú hafa stjórnvöld tækifæri til þess að auka jafnrétti til náms, jafna kjör stúdenta á við aðra hópa og auka aðgengi að menntun og er því mikilvægt að vanda vel til verksins. Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) var stofnaður á sínum tíma til þess að tryggja tækifæri til náms óháð efnahag. Sjóðurinn hefur þó ekki verið gallalaus heldur hafa stúdentar þurft að standa í ströngu til að berjast fyrir boðlegum kjörum. Mikilvægt er að þetta upprunalega hlutverk sjóðsins, að jafna tækifæri til náms, sé tryggt í nýjum lögum og sjóðurinn styðji best við þá stúdenta sem standa höllum fæti í samfélaginu. Í nýju frumvarpi um Menntasjóð námsmanna eru margar góðar úrbætur og þeim ber að fagna. Stuðningur við fjölskyldufólk eykst, kostur er á að fá námslánin greidd út mánaðarlega í stað tvisvar á ári og hluti námslánsins fellur niður að námi loknu ef stúdent klárar á tilsettum tíma, svo helstu dæmi séu tekin. Það er þó margt sem má bæta áður en þetta frumvarp verður að lögum og þá er helst að nefna miklar breytingar á vaxtakjörum. Í núverandi umhverfi hafa vextir verið fastir í 1% síðan lög um lánasjóðinn tóku gildi 1992 og er lögbundið hámark vaxtanna 3%. Í frumvarpinu eiga vextir að verða breytilegir án vaxtahámarks og er það mikil afturför. Þessar stóru breytingar á vaxtakjörum hafa alltof mikla óvissu í för með sér fyrir lántaka og hafa ekki hagsmuni stúdenta að leiðarljósi. Óöruggt vaxtaumhverfi er ekki til þess fallið að auka aðsókn í nám og fer það gegn hlutverki sjóðsins sem félagslegs jöfnunarsjóðs. Ekkert í nýju frumvarpi setur stjórn Menntasjóðs námsmanna skýr fyrirmæli um að framfærslulán, sem ákveðin eru af stjórn með úthlutunarreglum hvert ár, verði að vera nægjanlega há svo stúdentar geti framfleytt sér á þeim. Þó orðalag frumvarpsins um markmið lagasetningarinnar og sjóðsins sé fegrað frá því sem segir í gildandi lögum, þá boðar Menntasjóðurinn hvorki efnislega breytingu á hlutverki sjóðsins né markmiðum hans. Því er ekki fyrirséð að sjóðurinn muni uppfylla hlutverk sitt sem félagslegur jöfnunarsjóður enda er ekki skýrt að stúdentar geti lifað á þeirri framfærslu sem sjóðurinn á að veita. Þeir kostir sem nýtt frumvarp á að hafa í för með sér, að stúdentar klári nám á réttum tíma og skili sér fyrr út á að vinnumarkaðinn, gætu orðið að engu ef stúdentar halda áfram að þurfa að vinna jafn mikið og raun er með námi til að framfleyta sér. Nauðsynlegt er að framfærsla sé tryggð og sjóðsstjórn sé skylt að gera betur en verið hefur gert með LÍN. Eins og frumvarpið stendur í dag er því miður að í finna glötuð tækifæri til þess að auka fjárfestingu í menntun. Það er pólitískt val að stúdentar standi höllum fæti og nú er tækifæri til þess að bæta úr því.Höfundur er aðalfulltrúi í Stúdentaráði Háskóla Íslands og er greinin hluti af herferð LÍS um fjárfestingu í menntun vegna frumvarps um Menntasjóð námsmanna.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar