Körfubolti

Nýi Bandaríkjamaður botnliðsins hefur spilað bæði með OKC og FSU

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Terrance Motley
Terrance Motley vísir/getty

Körfuboltalið Þórs á Akureyri er að skipta um bandarískan leikmann í liði sínu í Dominos deild karla í körfubolta í þriðja sinn á þessu tímabili.

Akureyringar hafa samið við Terrance Motley en hann er mættur til landsins og hefur æft með Akureyrarliðinu síðan á föstudag. Hans fyrsti leikur verður gegn Keflavík næstkomandi fimmtudag.

Motley þessi er ekki alls ókunnur íslenskum körfubolta því hann lék með FSU í 1.deildinni 2016-2017 þar sem hann skilaði flottum tölum; skoraði 31,3 stig að meðaltali í leik auk þess að taka 13 fráköst að meðaltali.

Hann var á mála hjá varaliði NBA liðsins Oklahoma City Thunder eftir háskólaboltann en lék aðeins einn leik með liðinu. Hann hefur einnig leikið í Mexíkó.

Þórsarar eru enn án sigurs eftir fimm umferðir í Dominos deild karla en þeir slógu Snæfell úr Geysisbikarnum í gærkvöldi. Lék Motley ekki með liðinu þar en Jamal Palmer, sem er væntanlega á förum frá félaginu, var stigahæstur í leiknum með 16 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.