Hvatning frá formanni Heimilis og skóla á degi gegn einelti Sigrún Edda Eðvarðsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 17:48 Ég vil fyrir hönd Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra óska okkur öllum til hamingju með þennan baráttudag gegn einelti sem undanfarin ár hefur verið haldinn hátíðlegur á þessum degi, 8. nóvember. Heimili og skóli tóku nú í haust við framkvæmd og undirbúningi þessa mikilvæga dags af Menntamálastofnun og erum við afar þakklát fyrir það traust sem okkur er sýnt. Við hjá Heimili og skóla höfum lengi og með ýmsum hætti lagt baráttunni gegn einelti lið í gegnum árin en eins og við vitum þá er viðfangsefnið ekki nýtt af nálinni og hefur því miður fylgt okkur lengur en við öll viljum eflaust muna. Við erum hins vegar komin á þann stað að líta á einelti sem meinsemd sem má ekki fá tækifæri til að vaxa né dafna. Þetta þýðir að við þurfum hvert og eitt okkar og sem samfélag að vera bæði vakandi og á verði, huga að forvörnum og fræðslu og spyrja okkur sjálf hvað það er sem við getum gert til að leggja baráttunni gegn einelti lið. Því hér berum við öll ábyrgð, við sem einstaklingar, sem skóli, sem samfélag og sem þjóð. Við viljum að öll börn fái tækifæri til að njóta sín, vera þau sjálf, eiga vini og líða vel eða eins og sagt er í leikskólanum: Í leikskóla er gaman, þar leika allir saman, leika úti og inni og allir eru með. Það skiptir okkur öll máli að æsku þessa lands líði vel, hvort sem þau eru heima hjá sér, í skólanum, í tómstundum eða annars staðar. En til að börnum okkar líði vel þarf öðrum börnum einnig að líða vel. Aukin félagsfærni barna og stuðningur kennara sem og foreldra getur því skipt miklu máli við að skapa jákvæðan og uppbyggilegan skólabrag og umgjörð sem dregið getur úr einelti. Nýleg umfjöllun um mikilvægi þess að við kennum börnum með markvissum hætti félags- og tilfinningafærni alveg eins og við kennum þeim heimilisfræði eða sund er eitthvað sem við ættum af alvöru að velta fyrir okkur, sérstaklega ef það getur lagt dýrmætan grunn að ákveðinni lykilfærni fyrir lífið. Í ljósi þess að við lifum í breyttu samfélagi þar sem tækninni hefur m.a. fleygt fram á síðustu árum er mikilvægt að við spyrjum okkur hvort við getum leyft okkur að líta á félags- og tilfinningafærni sem og samskipta- og vináttufærni barna sem sjálfsagða eiginleika. Leikskólar landsins hafa staðið sig vel að leggja góðan grunn í samskipta- og vináttufærni en þeirri vinnu má ekki ljúka þar. Við þurfum að halda áfram að leiðbeina börnunum okkar og styðja þau inn á næsta skólastig út frá þroska þeirra og aldri og þá mögulega með markvissari hætti en nú er gert. Að vinna gegn einelti er hvorki auðvelt né einfalt verkefni. Ég held við getum öll verið sammála um það en með öflugu forvarnarstarfi, markvissri fræðslu og réttum verkfærum, ásamt jákvæðum leiðtogum, öflugum frumkvöðlum sem og góðum fyrirmyndum, stígum við skref í rétta átt, í átt til árangurs. Að gefnu tilefni vil ég fyrir hönd Heimilis og skóla óska Vöndu Sigurgeirsdóttur innilega til hamingju með hvatningarverðlaunin á þessum baráttudegi gegn einelti. Hún er vel að þessari viðurkenningu komin en Vanda hefur allan sinn starfsferil starfað með börnum og fullorðnum að eineltis- og samskiptamálum og er þekkt fyrir vinnu sína bæði hér heima og á erlendum vettvangi.Höfundur er formaður Heimilis og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Ég vil fyrir hönd Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra óska okkur öllum til hamingju með þennan baráttudag gegn einelti sem undanfarin ár hefur verið haldinn hátíðlegur á þessum degi, 8. nóvember. Heimili og skóli tóku nú í haust við framkvæmd og undirbúningi þessa mikilvæga dags af Menntamálastofnun og erum við afar þakklát fyrir það traust sem okkur er sýnt. Við hjá Heimili og skóla höfum lengi og með ýmsum hætti lagt baráttunni gegn einelti lið í gegnum árin en eins og við vitum þá er viðfangsefnið ekki nýtt af nálinni og hefur því miður fylgt okkur lengur en við öll viljum eflaust muna. Við erum hins vegar komin á þann stað að líta á einelti sem meinsemd sem má ekki fá tækifæri til að vaxa né dafna. Þetta þýðir að við þurfum hvert og eitt okkar og sem samfélag að vera bæði vakandi og á verði, huga að forvörnum og fræðslu og spyrja okkur sjálf hvað það er sem við getum gert til að leggja baráttunni gegn einelti lið. Því hér berum við öll ábyrgð, við sem einstaklingar, sem skóli, sem samfélag og sem þjóð. Við viljum að öll börn fái tækifæri til að njóta sín, vera þau sjálf, eiga vini og líða vel eða eins og sagt er í leikskólanum: Í leikskóla er gaman, þar leika allir saman, leika úti og inni og allir eru með. Það skiptir okkur öll máli að æsku þessa lands líði vel, hvort sem þau eru heima hjá sér, í skólanum, í tómstundum eða annars staðar. En til að börnum okkar líði vel þarf öðrum börnum einnig að líða vel. Aukin félagsfærni barna og stuðningur kennara sem og foreldra getur því skipt miklu máli við að skapa jákvæðan og uppbyggilegan skólabrag og umgjörð sem dregið getur úr einelti. Nýleg umfjöllun um mikilvægi þess að við kennum börnum með markvissum hætti félags- og tilfinningafærni alveg eins og við kennum þeim heimilisfræði eða sund er eitthvað sem við ættum af alvöru að velta fyrir okkur, sérstaklega ef það getur lagt dýrmætan grunn að ákveðinni lykilfærni fyrir lífið. Í ljósi þess að við lifum í breyttu samfélagi þar sem tækninni hefur m.a. fleygt fram á síðustu árum er mikilvægt að við spyrjum okkur hvort við getum leyft okkur að líta á félags- og tilfinningafærni sem og samskipta- og vináttufærni barna sem sjálfsagða eiginleika. Leikskólar landsins hafa staðið sig vel að leggja góðan grunn í samskipta- og vináttufærni en þeirri vinnu má ekki ljúka þar. Við þurfum að halda áfram að leiðbeina börnunum okkar og styðja þau inn á næsta skólastig út frá þroska þeirra og aldri og þá mögulega með markvissari hætti en nú er gert. Að vinna gegn einelti er hvorki auðvelt né einfalt verkefni. Ég held við getum öll verið sammála um það en með öflugu forvarnarstarfi, markvissri fræðslu og réttum verkfærum, ásamt jákvæðum leiðtogum, öflugum frumkvöðlum sem og góðum fyrirmyndum, stígum við skref í rétta átt, í átt til árangurs. Að gefnu tilefni vil ég fyrir hönd Heimilis og skóla óska Vöndu Sigurgeirsdóttur innilega til hamingju með hvatningarverðlaunin á þessum baráttudegi gegn einelti. Hún er vel að þessari viðurkenningu komin en Vanda hefur allan sinn starfsferil starfað með börnum og fullorðnum að eineltis- og samskiptamálum og er þekkt fyrir vinnu sína bæði hér heima og á erlendum vettvangi.Höfundur er formaður Heimilis og skóla.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar