Handbolti

Hvetur unga leikmenn að finna sér lið þar sem þær fá spilatíma

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ester Óskarsdóttir
Ester Óskarsdóttir vísir/ernir
Ester Óskarsdóttir, landsliðskona í handbolta og leikmaður ÍBV, fagnar umræðunni sem þjálfari hennar, Sigurður Bragason, hóf þegar hann talaði um að íslenskar kvennaíþróttir væru að verða leiðinlegar.Sigurður talaði um að allir bestu leikmenn landsins hópist í sömu lið og séu tilbúnar til að sitja á varamannabekknum þar í stað þess að spila með öðrum liðum deildarinnar.Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við Ester í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.„Mér finnst fínt að þetta sé komið fram. Það er margt til í þessu. Ég er alveg sammála því sem Siggi sagði að þessir góðu leikmenn safnast oft í sömu liðin. Ég get tekið dæmi um Fylkisliðið sem var með þrjá mjög góða yngri leikmenn sem búið er að taka í önnur lið og þær sitja á bekknum þar ef þær eru heppnar,“ segir Ester.Ester hefur verið í fremstu röð í íslenskum handbolta undanfarinn áratug og hefur leikið fyrir sitt uppeldisfélag stærstan hluta ferilsins en hefur einnig spilað fyrir Hauka og KA/Þór. Hefur hún ekki leitt hugann að því að ganga til liðs við félögin sem vitað er að muni berjast um Íslandsmeistaratitilinn?„Ég hef að sjálfsögðu hugsað það. Ég skoðaði það vel en fannst vera fleiri kostir við að vera í Eyjum og mig langar að láta gamlan draum rætast að lyfta bikar í Eyjum.“ segir Ester. Nánar er rætt við Ester í spilaranum efst í fréttinni en þar gefur hún meðal annars lítið fyrir það að Fram og Valur skeri sig úr hvað varðar umgjörð.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.