Handbolti

Seinni bylgjan: Kvennasportið er ekki leiðinlegt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hrafnhildur Ósk og Þorgerður Anna fara yfir stöðuna.
Hrafnhildur Ósk og Þorgerður Anna fara yfir stöðuna.
Síðustu leikirnir í Olís-deild kvenna á árinu fara fram 7. desember og svo er ekki spilað aftur fyrr en 18. janúar. Sitt sýnist hverjum um þetta langa jólafrí.

„Þetta er allt of löng pása,“ segir Þorgerður Anna Atladóttir í Seinni bylgjunni en hún hefði viljað sjá mikla styttra hlé á deildinni.

„Einu sinni var alltaf ömurleg afsökun með þessa pásu í desember því það væru próf en strákarnir gátu alltaf spilað. Sem þjálfari fannst mér þetta alltaf ömurleg pása og of langt,“ bætti Hrafnhildur Skúladóttir við.

Í sérstökum uppgjörsþætti fyrir Olís-deild kvenna í gær var einnig rætt um ummæli Sigurðar Bragasonar, þjálfara ÍBV, sem sagði að kvennasportið væri orðið leiðinlegt og kenndi stelpunum sjálfum um.

„Auðvitað er þetta ekki leiðinlegt. Svona hefur þetta verið í langan tíma út um allan heim,“ sagði Hrafnhildur en hún þjálfaði lið ÍBV á síðustu leiktíð.

Sjá má umræðuna um þessi tvö mál hér að neðan.Klippa: Seinni bylgja kvenna: LokaskotiðFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.