Körfubolti

Áfram heldur Elvar að spila vel í Svíþjóð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elvar Már og félagar eru með átta stig.
Elvar Már og félagar eru með átta stig. mynd/kkí
Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson heldur áfram að gera það gott með Borås í Svíþjóð eftir að hafa gengið í raðir félagsins í sumar.Í kvöld vann Borås nauman sigur á Nåssjö á útivelli í 5. umferð deildarinnar, 89-81.Leikurinn var afar jafn og skemmtilegur nær allan leikinn. Staðan var 50-48, Borås í vil í síðari hálfleik, og höfðu gestirnir að lokum betur.

Elvar Már skoraði sautján stig í leiknum en hann var næst stigahæstur hjá Borås. Að auki gaf hann fjórar stoðsendingar og tók eitt frákast.Borås er með átta stig eftir fyrstu fimm leikina en liðið er í 3. til 4. sæti deildarinnar.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.