Körfubolti

Áfram heldur Elvar að spila vel í Svíþjóð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elvar Már og félagar eru með átta stig.
Elvar Már og félagar eru með átta stig. mynd/kkí

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson heldur áfram að gera það gott með Borås í Svíþjóð eftir að hafa gengið í raðir félagsins í sumar.

Í kvöld vann Borås nauman sigur á Nåssjö á útivelli í 5. umferð deildarinnar, 89-81.

Leikurinn var afar jafn og skemmtilegur nær allan leikinn. Staðan var 50-48, Borås í vil í síðari hálfleik, og höfðu gestirnir að lokum betur.
Elvar Már skoraði sautján stig í leiknum en hann var næst stigahæstur hjá Borås. Að auki gaf hann fjórar stoðsendingar og tók eitt frákast.

Borås er með átta stig eftir fyrstu fimm leikina en liðið er í 3. til 4. sæti deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.