Handbolti

Tveir Þórsarar í liði umferðarinnar í Þýskalandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Oddur er næstmarkahæsti leikmaður Balingen-Weilstetten á tímabilinu.
Oddur er næstmarkahæsti leikmaður Balingen-Weilstetten á tímabilinu. vísir/getty
Sveitungarnir Oddur Gretarsson og Arnór Þór Gunnarsson eru í liði 10. umferðar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.Hornamennirnir knáu, sem koma báðir úr Þór á Akureyri, léku afar vel fyrir lið sín, Balingen-Weilstetten og Bergischer, í síðustu umferð.Oddur skoraði átta mörk úr níu skotum þegar nýliðar Balingen lögðu Füchse Berlin að velli, 31-30. Fimm af mörkum Odds komu af vítalínunni. Hann var markahæstur í liði Balingen ásamt Filip Taleski.Arnór skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum þegar Bergischer gerði jafntefli við Göppingen, 25-25. Hann var markahæstur leikmanna Bergischer í leiknum.Oddur er næstmarkahæsti leikmaður Balingen í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Hann hefur skorað 34 mörk, fjórum mörkum minna en Vladan Lipovina. Balingen er í 14. sæti deildarinnar með sex stig, einu sæti neðar en Bergischer sem er með átta stig.Arnór er næstmarkahæstur hjá Bergischer í vetur með 45 mörk. Hann hefur skorað þremur mörkum minna en Jeffrey Boomhouwer. Á síðasta tímabili var Arnór markahæsti leikmaður Bergischer og sjöundi markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar.Lið 10. umferðar þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta má sjá hér fyrir neðan.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Oddur markahæstur er Balingen vann

Oddur Grétarsson var markahæstur í liði Balingen sem vann eins marks sigur á Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Arnór markahæstur í jafntefli

Arnór Þór Gunnarsson var markahæstur í liði Bergischer sem gerði jafntefli við Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.