Handbolti

Tveir Þórsarar í liði umferðarinnar í Þýskalandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Oddur er næstmarkahæsti leikmaður Balingen-Weilstetten á tímabilinu.
Oddur er næstmarkahæsti leikmaður Balingen-Weilstetten á tímabilinu. vísir/getty

Sveitungarnir Oddur Gretarsson og Arnór Þór Gunnarsson eru í liði 10. umferðar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Hornamennirnir knáu, sem koma báðir úr Þór á Akureyri, léku afar vel fyrir lið sín, Balingen-Weilstetten og Bergischer, í síðustu umferð.

Oddur skoraði átta mörk úr níu skotum þegar nýliðar Balingen lögðu Füchse Berlin að velli, 31-30. Fimm af mörkum Odds komu af vítalínunni. Hann var markahæstur í liði Balingen ásamt Filip Taleski.

Arnór skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum þegar Bergischer gerði jafntefli við Göppingen, 25-25. Hann var markahæstur leikmanna Bergischer í leiknum.

Oddur er næstmarkahæsti leikmaður Balingen í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Hann hefur skorað 34 mörk, fjórum mörkum minna en Vladan Lipovina. Balingen er í 14. sæti deildarinnar með sex stig, einu sæti neðar en Bergischer sem er með átta stig.

Arnór er næstmarkahæstur hjá Bergischer í vetur með 45 mörk. Hann hefur skorað þremur mörkum minna en Jeffrey Boomhouwer. Á síðasta tímabili var Arnór markahæsti leikmaður Bergischer og sjöundi markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar.

Lið 10. umferðar þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta má sjá hér fyrir neðan.Tengdar fréttir

Oddur markahæstur er Balingen vann

Oddur Grétarsson var markahæstur í liði Balingen sem vann eins marks sigur á Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Arnór markahæstur í jafntefli

Arnór Þór Gunnarsson var markahæstur í liði Bergischer sem gerði jafntefli við Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.