Handbolti

Arnór markahæstur í jafntefli

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arnór Þór Gunnarsson
Arnór Þór Gunnarsson vísir/DHB
Arnór Þór Gunnarsson var markahæstur í liði Bergischer sem gerði jafntefli við Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.Arnór Þór skoraði sex mörk í 25-25 jafnteflinu. Ragnar Jóhannsson gerði þrjú.Eftir jafnar upphafsmínútur náði Bergischer upp fimm marka forskoti þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Göppingen náði að svara fyrir sig og var staðan 17-15 í hálfleik.Jafnt var með liðunum í seinni hálfleik og deildu þau að lokum stigunum.Bergischer er í 12. sæti þýsku deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.