Handbolti

Oddur markahæstur er Balingen vann

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Oddur heldur áfram að raða inn mörkunum
Oddur heldur áfram að raða inn mörkunum vísir/getty

Oddur Grétarsson var markahæstur í liði Balingen sem vann eins marks sigur á Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Oddur skoraði átta mörk líkt og Filip Taleski og voru þeir markahæstir í liði Balingen.

Balingen vann 31-30 sigur eftir að hafa verið 14-13 yfir í hálfleik.

Lærisvienar Aðalsteins Eyjólfssonar í Erlangen töpuðu fyrir Magdeburg 27-32 á heimavelli og lærisveinar Geirs Sveinssonar í Nordhorn töpuðu fyrir Minden 25-26.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.