Innlent

Eldur í hjól­hýsa­byggðinni á Laugar­vatni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fjöldi hjólhýsa og húsbíla er í hjólhýsabyggðinni við Laugarvatn og var hætta á því að eldurinn bærist í hjólhýsi í kringum hýsið þar sem eldurinn kom upp.
Fjöldi hjólhýsa og húsbíla er í hjólhýsabyggðinni við Laugarvatn og var hætta á því að eldurinn bærist í hjólhýsi í kringum hýsið þar sem eldurinn kom upp. Brunavarnir Árnessýslu
Eldur kom upp rétt fyrir klukkan 10 í morgun í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. Að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu Brunavarna Árnessýslu kviknaði í hjólhýsi og pallvirki sem byggt hafði verið í kringum hann.Talsverð hætta var á útbreiðslu elds í skóglendið sem er í kring en um klukkan 10:20 höfðu slökkviliðsmenn náð að koma í veg fyrir útbreiðslu eldsins. Enn lifir þó í glæðum í pallavirkinu og er unnið að því að slökkva í þeim.Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, segir að bæði hjólhýsið og pallavirkið séu nánast orðin að engu. Hann segir nokkur hjólahýsi í kring hafa verið í hættu en tekist hafa að afmarka eldinn við hjólhýsið þar sem hann kom upp. 

Pétur segir að hjólhýsi séu mjög eldfim og þau séu fjöldamörg í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. „Þannig að hættan er raunveruleg af þessu, þetta er eitthvað sem við óttumst mjög, bæði þetta og Þjórsárdalurinn,“ segir Pétur en þar er einnig sams konar byggð og líka mikill trjágróður í kring sem getur borið eldinn á milli, líkt og á Laugarvatni. Eldurinn var mikill en slökkviliðsmenn voru fljótir að slá á hann. Ekki er vitað til þess að neinn hafi verið í hjólhýsinu þegar eldurinn kom upp en Pétur segir viðbragðsaðila einmitt óttast það að einhver sé í hjólhýsunum þegar svona kemur upp. 

 

Mynd af eldinum sem birt var á Facebook-síðu Brunavarna Árnessýslu.
„Efnin sem þessi hús eru gerð úr, þetta eru gríðarlega eldfim hús og þetta furðar upp. Það sem við óttumst náttúrulega mikið er að fólk sé í einhverju af þessu þegar svona lagað hleypur af stað,“ segir Pétur. Enginn á að búa í byggðinni að sögn Péturs og kveðst hann ekki vita til þess að neinn búi þar.Fréttin var uppfærð klukkan 10:49.

Slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir að hjólhýsi séu mjög eldfim.brunavarnir árnessýslu

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.