Sport

Þrjár frjálsíþróttakonur á leið á HM í Dubai

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Margrét, Bergrún og Stefanía
Margrét, Bergrún og Stefanía Mynd/ifsport.is

Heimsmeistaramót fatlaðra í frjálsum íþróttum fer fram í Dubai dagana 7.-15. nóvember næstkomandi. Ísland teflir fram þremur keppendum á mótinu og að þessu sinni eru það þrjár öflugar frjálsíþróttakonur sem munu reyna fyrir sér á stóra sviðinu.

Keppendur Íslands á HM 2019 eru:

Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, ÍR: langstökk, 100 metra hlaup og 200 metra hlaup - flokkur T og F37
Stefanía Daney Guðmundsdóttir, KFA/ Eik: langstökk, 400 metra hlaup - flokkur T og F20
Hulda Sigurjónsdóttir, Ármann: Kúluvarp - flokkur F20

Mótið stendur yfir dagana 7.-15. nóvember en það er Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir sem ríður fyrst á vaðið af íslensku keppendunum þann 10. nóvember þegar hún keppir í langstökki.

Mótið verður í beinni á netinu hjá Paralympic TV.

Fararstjóri og yfirþjálfari í ferðinni er Kári Jónsson annar tveggja yfirmanna landsliðsmála hjá ÍF, Ásmundur Jónsson nuddari og Margrét Grétarsdóttir þjálfari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.