Handbolti

„Haldið endilega áfram að tala um hvað austurríska deildin er slök“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Viggó Kristjánsson.
Viggó Kristjánsson. vísir/getty

Atvinnumaðurinn í handbolta, Viggó Kristjánson, skýtur á handboltaspekinga eftir sigur Alpla Hard á Skjern í EHF-bikarnum í dag.

Alpla, sem kemur frá Austurríki, hafði betur gegn Patreki Jóhannessyni og lærisveinum hans í EHF-bikarnum og slógu þá út eftir vítakastkeppni.

Viggó er ekki hrifinn af því hvernig spekingar hafa talað um austurrísku deildina en hann lék með West Wien frá 2017 til 2019.
Viggó segir að handboltaspekingar hafi ekki verið að tala nægilega vel um austurrísku deildina og sagt hana slaka.

Hann hefur nú flutt sig um set og leikur með Leipzig í Þýskalandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.