Fruman sem varð fullorðin Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 14. október 2019 07:00 Börnum eiga að vera tryggð mannréttindi með lögum, en svo er ekki í öllum tilfellum. Kynfrumugjafi getur í dag óskað eftir nafnleynd og börn hafa því ekki sjálfstæðan rétt til að vita um líffræðilegan uppruna sinn. Uppfæra þarf íslensk lög svo réttindi barna verði tryggð til að þekkja uppruna sinn, ef þau óska þess. Nú eru til sýninga á Stöð 2 þættir sem heita Leitin að upprunanum. Þar eru sjónvarpsáhorfendur kynntir fyrir fólki sem leitar að líffræðilegum foreldrum sýnum. Í þáttunum fær áhorfandinn innsýn í hversu djúpstæð þráin eftir því að finna líffræðilegan skyldleika getur verið. Þeir sem getnir eru með tæknifrjóvgun með aðstoð kynfrumugjafa, kunna að hafa sömu þrá eftir því að þekkja uppruna sinn og einnig vilja til að fá vitneskju um arfgenga sjúkdóma.Nágrannaríkin komin lengra Tæknifrjóvganir eru nýtt fyrirbæri í sögulegu samhengi. Því hefur umræðan um kynfrumugjafir ekki verið áberandi í íslenskri umræðu. Rökin sem færð hafa verið fyrir því að leyfa nafnleynd kynfrumugjafa hafa til dæmis verið þau að ef nafnleynd yrði afnumin væri ólíklegra að fólk gæfi kynfrumur til tæknifrjóvgunar og fólk sem þyrfti á þjónustunni að halda hefði því ekki aðgengi að henni vegna ónógs framboðs. Trompar lögmálið um framboð og eftirspurn á kynfrumum réttindi barns til að þekkja uppruna sinn? Ég tel svo ekki vera. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna varð fullgildur árið 1992 og lögfestur 2013. Í sáttmálanum felst viðurkenning á því að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með eigin réttindi óháð réttindum fullorðinna. Það er tími til kominn að löggjafinn hér fylgi fordæmi nágrannaríkja okkar og tryggi réttindi allra barna á Íslandi til að þekkja uppruna sinn. Undirrituð hefur lagt fram tillögu ásamt fleiri þingmönnum, um að dómsmálaráðherra setji slíka vinnu af stað og að frumvarp verði lagt fyrir Alþingi eigi síðar en í janúar 2020.Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölskyldumál Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Börnum eiga að vera tryggð mannréttindi með lögum, en svo er ekki í öllum tilfellum. Kynfrumugjafi getur í dag óskað eftir nafnleynd og börn hafa því ekki sjálfstæðan rétt til að vita um líffræðilegan uppruna sinn. Uppfæra þarf íslensk lög svo réttindi barna verði tryggð til að þekkja uppruna sinn, ef þau óska þess. Nú eru til sýninga á Stöð 2 þættir sem heita Leitin að upprunanum. Þar eru sjónvarpsáhorfendur kynntir fyrir fólki sem leitar að líffræðilegum foreldrum sýnum. Í þáttunum fær áhorfandinn innsýn í hversu djúpstæð þráin eftir því að finna líffræðilegan skyldleika getur verið. Þeir sem getnir eru með tæknifrjóvgun með aðstoð kynfrumugjafa, kunna að hafa sömu þrá eftir því að þekkja uppruna sinn og einnig vilja til að fá vitneskju um arfgenga sjúkdóma.Nágrannaríkin komin lengra Tæknifrjóvganir eru nýtt fyrirbæri í sögulegu samhengi. Því hefur umræðan um kynfrumugjafir ekki verið áberandi í íslenskri umræðu. Rökin sem færð hafa verið fyrir því að leyfa nafnleynd kynfrumugjafa hafa til dæmis verið þau að ef nafnleynd yrði afnumin væri ólíklegra að fólk gæfi kynfrumur til tæknifrjóvgunar og fólk sem þyrfti á þjónustunni að halda hefði því ekki aðgengi að henni vegna ónógs framboðs. Trompar lögmálið um framboð og eftirspurn á kynfrumum réttindi barns til að þekkja uppruna sinn? Ég tel svo ekki vera. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna varð fullgildur árið 1992 og lögfestur 2013. Í sáttmálanum felst viðurkenning á því að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með eigin réttindi óháð réttindum fullorðinna. Það er tími til kominn að löggjafinn hér fylgi fordæmi nágrannaríkja okkar og tryggi réttindi allra barna á Íslandi til að þekkja uppruna sinn. Undirrituð hefur lagt fram tillögu ásamt fleiri þingmönnum, um að dómsmálaráðherra setji slíka vinnu af stað og að frumvarp verði lagt fyrir Alþingi eigi síðar en í janúar 2020.Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar