Af hverju þarf þetta að vera svona flókið? Daði Geir Samúelsson skrifar 14. október 2019 13:06 Ég hef oft velt þessari spurningu fyrir mér þegar kemur að málefnum sorpflokkunar hér á okkar fámenna landi. Af hverju er það svona flókið að skila af sér rusli? Íslendingar eru með svo margar mismunandi útgáfur af flokkunarkerfum að fólk fær bara létt taugaáfall við að hugsa út í þessi mál. Segjum sem svo að ég leggi af stað í ferðalag. Ég byrja í Hafnarfirði þar sem allur pappi er flokkaður og settur í blátunnu, plast er sett í sér poka og sett í grátunnu. Ég fer áfram yfir í Kópavog. Þar er líka blátunna en núna á plastið að fara í hana en ekki þá gráu. Okei, ég hlýt að geta munað þetta! Svo bruna ég áfram af stað og er kominn til Reykjavíkur. Þar á plastið að fara í græntunnu, pappinn í blátunnu og svo eru þeir líka með hina gömlu grátunnu. Nei, núna er ég orðin ruglaður og klóra mér í skallanum. Átti plastið að fara í grátunnuna, blátunnuna eða var það græntunnan. Úff, hvað er að frétta? Ég ákveð að pæla ekki í þessu og held áfram á mínu ferðalagi. Ég ætla að skella mér í sumarbústað í Hrunamannahrepp. Þegar þangað er komið ætla ég að létta á sorpinu sem safnaðist upp hjá mér. Þar er blátunna, grátunna og brúntunna. Hvað á ég að gera? Ég les á bláu tunnuna og þar er komin enn önnur útgáfa. Þar á ég að setja plast, pappa og járn allt saman. Svo má lífræna ekki lengur fara með gráutunnunni heldur á að fara í brúnutunnuna. Ég skoða þetta seinna og tek ruslið mitt og fer yfir í Bláskógabyggð til að fá mér ís. Þar sé ég fjórar tunnur: gráa, brúna, græna og bláa. Nei, hættu nú alveg! Ef ég væri ekki búinn að missa allt hárið þá væri ég alveg að verða gráhærður. Ég gefst upp, ég veit ekki hvernig ég á að gera þetta. Ég bruna á Selfoss stoppa fyrir utan eina sjoppu og sé þar stóran gám sem á stendur heimilissorp. Þar hendi öllu sorpinu og bruna svo aftur beinustu leið í Hafnarfjörð þar sem ég stekk inn og loka mig af með gríðarlegt flokkunarsamviskubit. Þarf þetta að vera svona flókið? Er ekki hægt að einfalda þetta í ekki stærra landi en raun ber vitni? Er það virkilega nánast svo að ef ég ferðast á milli einhverja af þessum 72 sveitarfélaga sem eru hér á landi þarf ég að læra að flokka upp á nýtt? Ég tel að það væri sniðugra að það væri eitt samræmt flokkunarkerfi fyrir landið sem tryggir það að allir séu á sömu línu. Það myndi leiða til þess að betri og skilvirkari flokkun ætti sér stað og endurvinnsluefni færu á rétta staði. Samband ungra Framsóknarmanna samþykkti ályktun um málið á síðasta sambandsþingi sínu þar sem lagt var til að komið verði á samræmdu flokkunarkerfi fyrir landið og mun berjast fyrir því að ná málinu í gegn.Höfundur er formaður umhverfisnefndar Hrunamannahrepps og stjórnarmeðlimur í Sambandi ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorpa Umhverfismál Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég hef oft velt þessari spurningu fyrir mér þegar kemur að málefnum sorpflokkunar hér á okkar fámenna landi. Af hverju er það svona flókið að skila af sér rusli? Íslendingar eru með svo margar mismunandi útgáfur af flokkunarkerfum að fólk fær bara létt taugaáfall við að hugsa út í þessi mál. Segjum sem svo að ég leggi af stað í ferðalag. Ég byrja í Hafnarfirði þar sem allur pappi er flokkaður og settur í blátunnu, plast er sett í sér poka og sett í grátunnu. Ég fer áfram yfir í Kópavog. Þar er líka blátunna en núna á plastið að fara í hana en ekki þá gráu. Okei, ég hlýt að geta munað þetta! Svo bruna ég áfram af stað og er kominn til Reykjavíkur. Þar á plastið að fara í græntunnu, pappinn í blátunnu og svo eru þeir líka með hina gömlu grátunnu. Nei, núna er ég orðin ruglaður og klóra mér í skallanum. Átti plastið að fara í grátunnuna, blátunnuna eða var það græntunnan. Úff, hvað er að frétta? Ég ákveð að pæla ekki í þessu og held áfram á mínu ferðalagi. Ég ætla að skella mér í sumarbústað í Hrunamannahrepp. Þegar þangað er komið ætla ég að létta á sorpinu sem safnaðist upp hjá mér. Þar er blátunna, grátunna og brúntunna. Hvað á ég að gera? Ég les á bláu tunnuna og þar er komin enn önnur útgáfa. Þar á ég að setja plast, pappa og járn allt saman. Svo má lífræna ekki lengur fara með gráutunnunni heldur á að fara í brúnutunnuna. Ég skoða þetta seinna og tek ruslið mitt og fer yfir í Bláskógabyggð til að fá mér ís. Þar sé ég fjórar tunnur: gráa, brúna, græna og bláa. Nei, hættu nú alveg! Ef ég væri ekki búinn að missa allt hárið þá væri ég alveg að verða gráhærður. Ég gefst upp, ég veit ekki hvernig ég á að gera þetta. Ég bruna á Selfoss stoppa fyrir utan eina sjoppu og sé þar stóran gám sem á stendur heimilissorp. Þar hendi öllu sorpinu og bruna svo aftur beinustu leið í Hafnarfjörð þar sem ég stekk inn og loka mig af með gríðarlegt flokkunarsamviskubit. Þarf þetta að vera svona flókið? Er ekki hægt að einfalda þetta í ekki stærra landi en raun ber vitni? Er það virkilega nánast svo að ef ég ferðast á milli einhverja af þessum 72 sveitarfélaga sem eru hér á landi þarf ég að læra að flokka upp á nýtt? Ég tel að það væri sniðugra að það væri eitt samræmt flokkunarkerfi fyrir landið sem tryggir það að allir séu á sömu línu. Það myndi leiða til þess að betri og skilvirkari flokkun ætti sér stað og endurvinnsluefni færu á rétta staði. Samband ungra Framsóknarmanna samþykkti ályktun um málið á síðasta sambandsþingi sínu þar sem lagt var til að komið verði á samræmdu flokkunarkerfi fyrir landið og mun berjast fyrir því að ná málinu í gegn.Höfundur er formaður umhverfisnefndar Hrunamannahrepps og stjórnarmeðlimur í Sambandi ungra Framsóknarmanna.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar