Skoðun

Mér er kalt

Sandra Brá Jóhannsdóttir skrifar
Heitt vatn eru gæði á Íslandi sem er mjög misskipt. Þau landsvæði sem ekki búa við slíkan lúxus eru jafnan kölluð köld svæði og búa við þann veruleika að þurfa að hita hús sín með rafmagni með tilheyrandi notkun á kílóvattstundum. Kostnaður vegna húshitunar á þessum svæðum er því eðlilega mun hærri heldur en þar sem heita vatnsins nýtur við.Við sem búum á köldum svæðum erum því í stöðugri lausnaleit þegar kemur að því að ná niður kostnaði við húshitun. Það snýr ekki síst af því að gera þessi sveitarfélög samkeppnisfær þegar kemur að því að laða að nýja íbúa.Lausnirnar á því að ná niður kostnaðinum felast helst í því að fækka þeim kílóvattstundum sem við notum með því að nýta varmadælutækni en einnig að bora eftir vatni í þeirri von að það finna nægilegt magn af heitu vatni.Lausnirnar að ná niður kostnaðinum fela því í sér kostnað sem svæði sem búa við nægilegan jarðvarma þurfa ekki að velta fyrir sér. Það er mjög af hinu góða að nýta tæknina til að minnka orkunotkun þar sem það skilar sér í kílóvattstundum sem þá er hægt að nota í annað og er því öllum til góða að það sé gert.Því má velta því fyrir sér hvort heita vatnið sé í raun auðlind og líta megi þá á að jöfnun á húshitunarkostnaði komi öllu landinu við en sé ekki bara baráttu- og réttlætismál okkar sem búum á köldum svæðum.Greinarhöfundur er formaður samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum og sveitarstjóri Skaftárhrepps.
Skoðun

Skoðun

Tvíefld

Þorbjörg Þorvaldsdóttir,Edda Sigurðardóttir skrifar

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.