Erlent

Fimm dæmdar fyrir að skipu­leggja árás á Notre-Dame

Atli Ísleifsson skrifar
Dómkirkjan Notre-Dame í París.
Dómkirkjan Notre-Dame í París. epa
Dómstóll í Frakklandi hefur dæmt fimm konur í fangelsi fyrir aðild að skipulagningu á hryðjuverkaárás við dómkirkjuna Notre-Dame í París árið 2016.Konurnar, sem hafa tengsl við hryðjuverkasamtökin ISIS, voru handteknar eftir að lögregla í frönsku höfuðborginni tók eftir bíl fullum af gaskútum nærri aðalinngangi Notre-Dame.Tvær þeirra höfðu þá drekkt bílnum í dísilolíu en ekki tekist að kveikja í eldsneytinu með sígarettu. Önnur þeirra fékk þrjátíu ára dóm og hin 25 ára dóm.Konan sem fékk þyngsta dóminn hafði gefið sig út fyrir að vera karlkyns liðsmaður ISIS sem hafði snúið aftur til Frakklands frá Sýrlandi og væri í leit að konu. Þannig komst hún í kynni við hinar konurnar.Tvær hinna kvennanna fengu tuttugu ára dóma og sú fimmta fimm ára dóm fyrir að aðstoða við skipulagningu ódæðisins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.