Körfubolti

Martin skoraði sjö stig er Alba Berlin vann stórsigur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martin í leik með Alba Berlin
Martin í leik með Alba Berlin Vísir/Getty

Íslenski leikstjórnandinn Martin Hermannsson spilaði aðeins tæplega hálfan leikinn er lið hans Alba Berlin valtaði yfir Skyliners Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Lokatölur leiksins 87-53.

Sigurinn var aldrei í hættu og er það í raun ljóst miðað við hversu fáar mínútur Martin spilaði. Ásamt því að skora sjö stig þá átti þessi fyrrum leikmaður KR sex stoðsendingar í leiknum. 

Eftir nokkuð jafnan 1. leikhluta þar sem Alba Berlin var tveimur stigum yfir, 17-15 þá var ekki aftur snúið eftir 2. leikhluta. Staðan að honum loknum orðin 40-28 og lauk leiknum svo eins og áður sagði 87-53.

Alba Berlin er því enn með fullt hús stiga þegar þremur umferðum er lokið í þýsku úrvalsdeildinni.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.