Skaðaminnkandi nálgun og húsnæðið fyrst Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 17. október 2019 13:15 Borgarstjórn hefur samþykkt nýja stefnu í þjónustu við heimilislausa einstaklinga með miklar þjónustuþarfir. Stefnan byggir á valdeflingu, virðingu og þörfum notenda hverju sinni. Þjónusta borgarinnar skal samkvæmt stefnunni byggja á skaðaminnkandi nálgun og húsnæðið fyrst. Skaðaminnkandi nálgun felur fyrst og fremst í sér að draga úr skaðlegum áhrifum vímuefnaneyslu á notendur vímuefna, fjölskyldna þeirra sem og samfélagið allt. Áherslan er að lágmarka þann skaða sem neyslan veldur. Auk þess er nauðsynlegt að vinna gegn fordómum í samfélaginu með því að viðurkenna mannréttindi allra og tryggja íbúum skilyrðislausan rétt til þjónustu. Húsnæðið fyrst er nálgun í þjónustu við heimilislaust fólk sem telst gagnreynd og er nú notuð víða um heim. Húsnæði telst til grunnþarfa einstaklinga og til mannréttinda. Fyrst þarf að mæta þessarri grunnþörf til að einstaklingurinn sem um ræðir geti unnið áfram við aðrar áskoranir sem viðkomandi glímir við. Því er litið á öruggt heimili sem forsendu til þess að hægt sé að ná árangri í meðferð við vímuefnaneyslu og / eða geðrænum vanda. Skaðaminnkun er bæði notendamiðuð og valdeflandi, sem þýðir að notandinn hefur áhrif á hvar hann vill búa og ákveður hvaða þjónustu hann þiggur. Mikilvægt er að leggja áherslu á auðvelt aðgengi að meðferð og þjónustu til þess að skaðaminnkandi nálgun virki í reynd. Því þarf að bæta meðferðarúrræði og fjölga valkostum fólks sem þarf aðstoð vegna fíknivanda. Skaðaminnkandi nálgun leiðir til meiri lífsgæða notenda þjónustunnar og dregur úr álagi á nærsamfélagið, stofnanir ríkis og sveitarfélaga og kostnaði samfélagsins. Vinstri græn hafa haft á stefnu sinni að efla þjónustu við heimilislausa einstaklinga með miklar þjónustuþarfir bæði á vettvangi ríkis og sveitarfélaga og er innleiðing þeirrar stefnu hafin á fullu. Reykjavíkurborg setur nú 1.2 miljarð árlega í málaflokkinn og sinnir honum að mörgu leyti mjög vel en ávallt má gera betur. Á næstunni opnar nýtt sérhæft gistiskýli og heimili fyrir tvígreindar konur í Reykjavík. Frú Ragnheiður hefur veitt jaðarsettum hópum lífsnauðsynlega og mikilvæga þjónustu á grundvelli skaðaminnkunar undanfarin ár. Auk þess undirbýr heilbrigðisráðuneytið opnun neyslurýmis í samvinnu við borgina. Ákall er um samvinnu ólíkra kerfa svo sem félagsþjónustu, heilbrigðiskerfis og dómskerfis, mikilvægt er að hlusta á það ákall. Við höfum sammælst í auknum mæli sem samfélag að aðstoða fólk með fíknvanda og veita þeim aðstoð í stað þess að refsa þeim. Mikilvægt er að veita öllum sjálfssagða heilbrigðisþjónustu. Þegar við hverfum frá refsistefnu er litið á afglæpavæðingu fíkniefnaneyslu sem heilbrigðismál. Með því að tryggja samvinnu ríkis og sveitarfélaga á þessu sviði, halda áfram að byggja upp þjónustu í anda skaðaminnkandi nálgunar og húsnæðið fyrst getum við skipað okkur í fremstu röð hvað varðar mannréttindi allra, líka þeirra sem oftast verða fyrir fordómum og eru jaðarsettir í samfélaginu. Við þurfum að halda áfram að gera betur og tryggja öllum fordómalausa þjónustu sem byggir á mannvirðingu og réttindum allra. Þar munum við í Vinstri grænum standa vaktina, héreftir sem hingað til.Höfundur er varaformaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Elín Oddný Sigurðardóttir Félagsmál Reykjavík Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjórn hefur samþykkt nýja stefnu í þjónustu við heimilislausa einstaklinga með miklar þjónustuþarfir. Stefnan byggir á valdeflingu, virðingu og þörfum notenda hverju sinni. Þjónusta borgarinnar skal samkvæmt stefnunni byggja á skaðaminnkandi nálgun og húsnæðið fyrst. Skaðaminnkandi nálgun felur fyrst og fremst í sér að draga úr skaðlegum áhrifum vímuefnaneyslu á notendur vímuefna, fjölskyldna þeirra sem og samfélagið allt. Áherslan er að lágmarka þann skaða sem neyslan veldur. Auk þess er nauðsynlegt að vinna gegn fordómum í samfélaginu með því að viðurkenna mannréttindi allra og tryggja íbúum skilyrðislausan rétt til þjónustu. Húsnæðið fyrst er nálgun í þjónustu við heimilislaust fólk sem telst gagnreynd og er nú notuð víða um heim. Húsnæði telst til grunnþarfa einstaklinga og til mannréttinda. Fyrst þarf að mæta þessarri grunnþörf til að einstaklingurinn sem um ræðir geti unnið áfram við aðrar áskoranir sem viðkomandi glímir við. Því er litið á öruggt heimili sem forsendu til þess að hægt sé að ná árangri í meðferð við vímuefnaneyslu og / eða geðrænum vanda. Skaðaminnkun er bæði notendamiðuð og valdeflandi, sem þýðir að notandinn hefur áhrif á hvar hann vill búa og ákveður hvaða þjónustu hann þiggur. Mikilvægt er að leggja áherslu á auðvelt aðgengi að meðferð og þjónustu til þess að skaðaminnkandi nálgun virki í reynd. Því þarf að bæta meðferðarúrræði og fjölga valkostum fólks sem þarf aðstoð vegna fíknivanda. Skaðaminnkandi nálgun leiðir til meiri lífsgæða notenda þjónustunnar og dregur úr álagi á nærsamfélagið, stofnanir ríkis og sveitarfélaga og kostnaði samfélagsins. Vinstri græn hafa haft á stefnu sinni að efla þjónustu við heimilislausa einstaklinga með miklar þjónustuþarfir bæði á vettvangi ríkis og sveitarfélaga og er innleiðing þeirrar stefnu hafin á fullu. Reykjavíkurborg setur nú 1.2 miljarð árlega í málaflokkinn og sinnir honum að mörgu leyti mjög vel en ávallt má gera betur. Á næstunni opnar nýtt sérhæft gistiskýli og heimili fyrir tvígreindar konur í Reykjavík. Frú Ragnheiður hefur veitt jaðarsettum hópum lífsnauðsynlega og mikilvæga þjónustu á grundvelli skaðaminnkunar undanfarin ár. Auk þess undirbýr heilbrigðisráðuneytið opnun neyslurýmis í samvinnu við borgina. Ákall er um samvinnu ólíkra kerfa svo sem félagsþjónustu, heilbrigðiskerfis og dómskerfis, mikilvægt er að hlusta á það ákall. Við höfum sammælst í auknum mæli sem samfélag að aðstoða fólk með fíknvanda og veita þeim aðstoð í stað þess að refsa þeim. Mikilvægt er að veita öllum sjálfssagða heilbrigðisþjónustu. Þegar við hverfum frá refsistefnu er litið á afglæpavæðingu fíkniefnaneyslu sem heilbrigðismál. Með því að tryggja samvinnu ríkis og sveitarfélaga á þessu sviði, halda áfram að byggja upp þjónustu í anda skaðaminnkandi nálgunar og húsnæðið fyrst getum við skipað okkur í fremstu röð hvað varðar mannréttindi allra, líka þeirra sem oftast verða fyrir fordómum og eru jaðarsettir í samfélaginu. Við þurfum að halda áfram að gera betur og tryggja öllum fordómalausa þjónustu sem byggir á mannvirðingu og réttindum allra. Þar munum við í Vinstri grænum standa vaktina, héreftir sem hingað til.Höfundur er varaformaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar