Innlent

Teygði sig eftir vatns­flösku og klessti á bíl úr gagn­stæðri átt

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Slysið varð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum.
Slysið varð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Vísir/vilhelm

Ökumaður olli árekstri á Reykjanesbraut í vikunni þegar hann teygði sig eftir vatnsflösku og sveigði við það inn á rangan vegarhelming. Bifreið hans hafnaði þá á bifreið sem kom á móti. Ekki urðu slys á fólki en bílarnir voru fluttir af vettvangi með dráttarbifreið, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum.

Í tilkynningu kemur fram að töluvert hafi verið um umferðaróhöpp í vikunni. Annar ökumaður ók til að mynda aftan á bifreið sem var kyrrstæð á gatnamótum. Ökumaðurinn sem ekið var á kenndi eymsla eftir áreksturinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.