Gestur sleit krossband í annað sinn á rúmu ári Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2019 10:45 Gestur fer í aðgerð í lok þessa mánaðar. fbl/ernir Gestur Ólafur Ingvarsson, leikmaður Aftureldingar, leikur ekki meira með liðinu á þessu tímabili. Gestur meiddist illa í leik Aftureldingar og FH í Olís-deild karla á sunnudaginn og nú er komið í ljós að hann sleit krossband. Þetta er í annað sinn á 14 mánuðum sem hann slítur krossband í vinstra hné. Gests bíður því löng og ströng endurhæfing á nýjan leik. „Hann fer í aðgerð í lok október. Tímabilinu er lokið hjá honum. Þetta er gríðarlegt áfall fyrir hann og alla sem standa að þessu,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, í samtali við Vísi í dag. Gestur hafði byrjað tímabilið vel og skorað ellefu mörk í Olís-deildinni. „Hann er ákveðinn í að koma sterkur til baka. Síðast sneri hann til baka sem betri leikmaður. Við stöndum þétt við bakið á honum,“ sagði Einar Andri. „Nú þurfum við þjappa okkur saman og fleiri að stíga upp. Við þurfum að finna lausnir.“ Einar Andri á síður von á því að Mosfellingar leiti að utanaðkomandi liðsstyrk. „Við erum ekkert farnir að skoða það. Þetta er nýskeð og við erum að reyna að ná áttum. Félagaskiptaglugginn lokar um næstu mánaðarmót og opnar svo aftur í janúar. Við sjáum bara til en það eru ekki miklir möguleikar að fá leikmenn á þessum tímapunkti. Ég á ekkert sérstaklega von á því en við erum orðnir nokkuð fámennir þarna hægra megin,“ sagði Einar Andri. Afturelding er í 4. sæti Olís-deildarinnar með sex stig. Næsti leikur liðsins er gegn Val á laugardaginn. Olís-deild karla Tengdar fréttir Ósáttur Einar Andri: „Samkvæmt einhverjum ströngustu reglum mega ekki þrír starfsmenn fara inn á völlinn“ Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var ekki á allt sáttur með dómgæsluna er hans menn töpuðu með einu marki gegn FH í Olís deild karla í kvöld. Lokatölur 25-24 FH í vil og fyrsta tap Mosfellina í vetur staðreynd. 29. september 2019 21:22 Umfjöllun og viðtöl: FH - Afturelding 25-24 | Mikil dramatík er FH stöðvaði sigurgöngu Aftureldingar Það var spennutryllir í Krikanum í kvöld. Lokatölur 25-24 FH í vil eftir magnaðan leik. 29. september 2019 21:00 Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Seinni bylgjan fór yfir atvikið umdeilda úr leik FH og Aftureldingar. 1. október 2019 09:00 Seinni bylgjan: „Glórulaust hjá dómurunum og Bjarna Ófeigi“ Einar Ingi Hrafnsson fékk rautt spjald í leik FH og Aftureldingar sem sérfræðingar Seinni bylgjunnar töldu rangan dóm. 1. október 2019 12:00 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira
Gestur Ólafur Ingvarsson, leikmaður Aftureldingar, leikur ekki meira með liðinu á þessu tímabili. Gestur meiddist illa í leik Aftureldingar og FH í Olís-deild karla á sunnudaginn og nú er komið í ljós að hann sleit krossband. Þetta er í annað sinn á 14 mánuðum sem hann slítur krossband í vinstra hné. Gests bíður því löng og ströng endurhæfing á nýjan leik. „Hann fer í aðgerð í lok október. Tímabilinu er lokið hjá honum. Þetta er gríðarlegt áfall fyrir hann og alla sem standa að þessu,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, í samtali við Vísi í dag. Gestur hafði byrjað tímabilið vel og skorað ellefu mörk í Olís-deildinni. „Hann er ákveðinn í að koma sterkur til baka. Síðast sneri hann til baka sem betri leikmaður. Við stöndum þétt við bakið á honum,“ sagði Einar Andri. „Nú þurfum við þjappa okkur saman og fleiri að stíga upp. Við þurfum að finna lausnir.“ Einar Andri á síður von á því að Mosfellingar leiti að utanaðkomandi liðsstyrk. „Við erum ekkert farnir að skoða það. Þetta er nýskeð og við erum að reyna að ná áttum. Félagaskiptaglugginn lokar um næstu mánaðarmót og opnar svo aftur í janúar. Við sjáum bara til en það eru ekki miklir möguleikar að fá leikmenn á þessum tímapunkti. Ég á ekkert sérstaklega von á því en við erum orðnir nokkuð fámennir þarna hægra megin,“ sagði Einar Andri. Afturelding er í 4. sæti Olís-deildarinnar með sex stig. Næsti leikur liðsins er gegn Val á laugardaginn.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Ósáttur Einar Andri: „Samkvæmt einhverjum ströngustu reglum mega ekki þrír starfsmenn fara inn á völlinn“ Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var ekki á allt sáttur með dómgæsluna er hans menn töpuðu með einu marki gegn FH í Olís deild karla í kvöld. Lokatölur 25-24 FH í vil og fyrsta tap Mosfellina í vetur staðreynd. 29. september 2019 21:22 Umfjöllun og viðtöl: FH - Afturelding 25-24 | Mikil dramatík er FH stöðvaði sigurgöngu Aftureldingar Það var spennutryllir í Krikanum í kvöld. Lokatölur 25-24 FH í vil eftir magnaðan leik. 29. september 2019 21:00 Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Seinni bylgjan fór yfir atvikið umdeilda úr leik FH og Aftureldingar. 1. október 2019 09:00 Seinni bylgjan: „Glórulaust hjá dómurunum og Bjarna Ófeigi“ Einar Ingi Hrafnsson fékk rautt spjald í leik FH og Aftureldingar sem sérfræðingar Seinni bylgjunnar töldu rangan dóm. 1. október 2019 12:00 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira
Ósáttur Einar Andri: „Samkvæmt einhverjum ströngustu reglum mega ekki þrír starfsmenn fara inn á völlinn“ Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var ekki á allt sáttur með dómgæsluna er hans menn töpuðu með einu marki gegn FH í Olís deild karla í kvöld. Lokatölur 25-24 FH í vil og fyrsta tap Mosfellina í vetur staðreynd. 29. september 2019 21:22
Umfjöllun og viðtöl: FH - Afturelding 25-24 | Mikil dramatík er FH stöðvaði sigurgöngu Aftureldingar Það var spennutryllir í Krikanum í kvöld. Lokatölur 25-24 FH í vil eftir magnaðan leik. 29. september 2019 21:00
Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Seinni bylgjan fór yfir atvikið umdeilda úr leik FH og Aftureldingar. 1. október 2019 09:00
Seinni bylgjan: „Glórulaust hjá dómurunum og Bjarna Ófeigi“ Einar Ingi Hrafnsson fékk rautt spjald í leik FH og Aftureldingar sem sérfræðingar Seinni bylgjunnar töldu rangan dóm. 1. október 2019 12:00