Ósáttur Einar Andri: „Samkvæmt einhverjum ströngustu reglum mega ekki þrír starfsmenn fara inn á völlinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2019 21:22 Einar Andri Einarsson er þjálfari Aftureldingar. Hann gæti verið að missa einn leikmann í langtíma meiðsli. vísir/daníel „Vonbrigði að tapa. Við spiluðum ágætis leik og vorum komnir í góða stöðu í lokin til að vinna leikinn en við misstum mann út af á krítísku augnabliki þegar við erum í sókn,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir svekkjandi eins marks tap gegn FH í Olís deild karla. Lokatölur 25-24 FH í vil, var þetta fyrsta tap Aftureldingar í deildinni í vetur. Einar var spurður út í atvikið sem hann nefndi hér að ofan. „Það liggur stórslaður leikmaður sem er verið að bera út af og þriðji starfsmaður af bekknum kemur inn á völlinn til að sinna leikmanninum. Samkvæmt einhverjum ströngustu reglum mega ekki þrír starfsmenn fara inn á völlinn,“ sagði Einar um atvikið en það var ljóst að honum var mikið niðri fyrir. Þá var staðan jöfn en eftir að Afturelding fékk 2ja mínútna brottvísun í stöðunni 20-20 þegar þriðji starfsmaður liðsins fór að sinna Gesti Ólafi Ingvarssyni þá skoraði FH tvívegis í opið mark þar sem Einar tók Arnór Frey Stefánsson út af til að jafna í sóknarleiknum. Aðspurður hvort það hefði verið það sem hann hefði verið að ræða við dómara leiksins eftir að lokaflautið gall hafði Einar eftirfarandi að segja: „Já meðal annars og að ég hélt að það þyrfti að koma bolti í leik, það mætti ekki láta tímann bara renna út. Einhvern tímann var búið að breyta þessum reglum en það er kannski búið að breyta þeim til baka,“ sagði Einar. Atvikið sem um er ræðir er mark sem Afturelding skorar þegar nokkrar sekúndur eru til leiksloka en eftir það reyndi FH ekki að koma boltanum í leik, tíminn rann út og FH landaði eins marks sigri. „Við vorum slakir í byrjun seinni. Vörnin okkar fór alltof langt út um allan völl og FH-ingar voru komnir með meira flæði í sinn sóknarleik. Síðan vorum við komnir með full tök á leiknum og komnir yfir þegar við missum manninn út af á þessu augnabliki,“ sagði Einar um slaka byrjun Aftureldingar í síðari hálfleik. „Ég ætla ekki einu sinni að pæla í því núna, ég er með illa meiddan leikmann sem var að koma til baka úr krossbandsslitum í sumar og við óttumst hið versta,“ sagði Einar að lokum aðspurður hvort Afturelding ætlaði að taka pirringinn út á Val sem þeir mæta í næstu umferð Olís deildarinnar. Íslenski handboltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
„Vonbrigði að tapa. Við spiluðum ágætis leik og vorum komnir í góða stöðu í lokin til að vinna leikinn en við misstum mann út af á krítísku augnabliki þegar við erum í sókn,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir svekkjandi eins marks tap gegn FH í Olís deild karla. Lokatölur 25-24 FH í vil, var þetta fyrsta tap Aftureldingar í deildinni í vetur. Einar var spurður út í atvikið sem hann nefndi hér að ofan. „Það liggur stórslaður leikmaður sem er verið að bera út af og þriðji starfsmaður af bekknum kemur inn á völlinn til að sinna leikmanninum. Samkvæmt einhverjum ströngustu reglum mega ekki þrír starfsmenn fara inn á völlinn,“ sagði Einar um atvikið en það var ljóst að honum var mikið niðri fyrir. Þá var staðan jöfn en eftir að Afturelding fékk 2ja mínútna brottvísun í stöðunni 20-20 þegar þriðji starfsmaður liðsins fór að sinna Gesti Ólafi Ingvarssyni þá skoraði FH tvívegis í opið mark þar sem Einar tók Arnór Frey Stefánsson út af til að jafna í sóknarleiknum. Aðspurður hvort það hefði verið það sem hann hefði verið að ræða við dómara leiksins eftir að lokaflautið gall hafði Einar eftirfarandi að segja: „Já meðal annars og að ég hélt að það þyrfti að koma bolti í leik, það mætti ekki láta tímann bara renna út. Einhvern tímann var búið að breyta þessum reglum en það er kannski búið að breyta þeim til baka,“ sagði Einar. Atvikið sem um er ræðir er mark sem Afturelding skorar þegar nokkrar sekúndur eru til leiksloka en eftir það reyndi FH ekki að koma boltanum í leik, tíminn rann út og FH landaði eins marks sigri. „Við vorum slakir í byrjun seinni. Vörnin okkar fór alltof langt út um allan völl og FH-ingar voru komnir með meira flæði í sinn sóknarleik. Síðan vorum við komnir með full tök á leiknum og komnir yfir þegar við missum manninn út af á þessu augnabliki,“ sagði Einar um slaka byrjun Aftureldingar í síðari hálfleik. „Ég ætla ekki einu sinni að pæla í því núna, ég er með illa meiddan leikmann sem var að koma til baka úr krossbandsslitum í sumar og við óttumst hið versta,“ sagði Einar að lokum aðspurður hvort Afturelding ætlaði að taka pirringinn út á Val sem þeir mæta í næstu umferð Olís deildarinnar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira