Sigurður án félags | Stefnir á að spila áfram erlendis Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2019 11:29 Sigurður lék afar vel með spútnikliði ÍR á síðasta tímabili. vísir/bára Körfuboltamaðurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson er án félags þessa stundina eftir að hann yfirgaf herbúðir franska B-deildarliðsins BC Orchies. Hann samdi við félagið í sumar en spilaði aldrei keppnisleik með því. „Þeir gáfu út fjárhagsáætlun fyrir tímabilið en tveimur dögum fyrir fyrsta leik sagði franska körfuknattleikssambandið að hún stæðist ekki. Ákveðna summu vantaði upp á. Þeir reyndu að dekka hana en það tókst ekki og ég er laus allra mála núna,“ sagði Sigurður í samtali við Vísi í dag. Hann stefnir að því að spila áfram erlendis og segir það fyrsta kost í stöðunni. Hann segir að það sé þó enginn hægðarleikur að finna sér nýtt félag á þessum tíma. „Flestöll lið eru búin að manna sig núna þannig að þetta er leiðinleg staða að vera í. En ég er ekki fyrsti körfuboltamaðurinn sem lendir í þessu. Umboðsmaðurinn minn er að leita á fullu,“ sagði Sigurður sem kom heim til Íslands á laugardaginn. Ef ekkert erlent félag finnst segist Sigurður horfa til Íslands. „Þá þarf maður að skoða hvað er hægt að gera heima. Maður gefur þessu smá tíma. En eins og staðan er núna erum við að leita úti. Ég hef ekkert spáð í Ísland. Okkur langar að vera úti,“ sagði Sigurður. Á síðasta tímabili lék hann einkar vel með ÍR sem komst alla leið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Sigurður var valinn í liðs ársins í fimmta sinn á ferlinum. Auk ÍR hefur hann leikið með KFÍ, Keflavík og Grindavík hér á landi. Þá hefur Sigurður leikið sem atvinnumaður í Svíþjóð og Grikklandi. Körfubolti Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson er án félags þessa stundina eftir að hann yfirgaf herbúðir franska B-deildarliðsins BC Orchies. Hann samdi við félagið í sumar en spilaði aldrei keppnisleik með því. „Þeir gáfu út fjárhagsáætlun fyrir tímabilið en tveimur dögum fyrir fyrsta leik sagði franska körfuknattleikssambandið að hún stæðist ekki. Ákveðna summu vantaði upp á. Þeir reyndu að dekka hana en það tókst ekki og ég er laus allra mála núna,“ sagði Sigurður í samtali við Vísi í dag. Hann stefnir að því að spila áfram erlendis og segir það fyrsta kost í stöðunni. Hann segir að það sé þó enginn hægðarleikur að finna sér nýtt félag á þessum tíma. „Flestöll lið eru búin að manna sig núna þannig að þetta er leiðinleg staða að vera í. En ég er ekki fyrsti körfuboltamaðurinn sem lendir í þessu. Umboðsmaðurinn minn er að leita á fullu,“ sagði Sigurður sem kom heim til Íslands á laugardaginn. Ef ekkert erlent félag finnst segist Sigurður horfa til Íslands. „Þá þarf maður að skoða hvað er hægt að gera heima. Maður gefur þessu smá tíma. En eins og staðan er núna erum við að leita úti. Ég hef ekkert spáð í Ísland. Okkur langar að vera úti,“ sagði Sigurður. Á síðasta tímabili lék hann einkar vel með ÍR sem komst alla leið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Sigurður var valinn í liðs ársins í fimmta sinn á ferlinum. Auk ÍR hefur hann leikið með KFÍ, Keflavík og Grindavík hér á landi. Þá hefur Sigurður leikið sem atvinnumaður í Svíþjóð og Grikklandi.
Körfubolti Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira