Körfubolti

Segja Kinu Rochford hafi orðið fyrir kynþáttaníði á Höfn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kinu Richford í leik með Þór á síðustu leiktíð.
Kinu Richford í leik með Þór á síðustu leiktíð. vísir/daníel
Fanney Lind Thomas segir frá því á Twitter-síðu sinni að Kinu Rochford, leikmaður Hamars, hafi orðið fyrir kynþáttaníði í gær.

Hamar spilaði við Sindra á Hornafirði í gær en Hamarsmenn unnu fjórtán stiga sigur í leiknum, 102-88.

Kinu skoraði þrettán stig og tók sex fráköst en hann gekk í raðir Hamars í sumar eftir að hafa leikið með Þór Þorlákshöfn á síðustu leiktíð.

Fanney Lind, sem leikur með Breiðabliki í Dominos-deild kvenna og er eiginkona Danero Thomas sem einnig leikur með Hamri, segir frá kynþáttaníðinu á Twitter-síðu sinni.

„Erlendi leikmaður Hamars varð fyrir kynþáttaníð á Höfn í gærkvöldi. Maðurinn var stöðugt kallaður n-orðinu! Og öðrum niðrandi orðum! Hvar stoppar þetta? Þetta er vandamál sem svo alltof margir telja ekki vera í okkar samfélagi!“ skrifar Fanney á Twitter-síðu sína.







Danero svaraði tísti eiginkonu sinnar og sagði að níðið myndi hætta þegar einhver af Ameríkumönnunum myndi missa sig og meiða einhvern.

Hann sagði að honum hafi sárnað að þetta hafi skeð beint fyrir framan augun á honum.

Sindri hefur ekki tjáð sig um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×