Körfubolti

Martin næst stigahæstur í endurkomusigri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Martin er lykilmaður í liði Alba Berlin
Martin er lykilmaður í liði Alba Berlin vísir/getty

Martin Hermannsson var næst stigahæstur í liði Alba Berlin sem sigraði Brose Bamberg á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Martin skoraði 17 stig, stigi minna en Landry Nnoko sem var stigahæstur. Auk þess tók Martin fjögur fráköst og átti fjórar stoðsendingar.

Alba vann leikinn 78-74, en heimamenn höfðu verið með yfirhöndina í öðrum og þriðja leikhluta. Í hálfleik var staðan 43-34 fyrir Brose Bamberg.

Gestirnir áttu hins vegar endurkomu í fjórða leikhluta, komust yfir um hann miðjan og náðu að landa sigrinum.

Alba er því með tvo sigra úr fyrstu tveimur deildarleikjum sínum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.