Innlent

Grunaður um peninga­þvætti og fíkni­efna­­fram­­leiðslu í Hvera­­gerði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maðurinn var handtekinn í Hveragerði.
Maðurinn var handtekinn í Hveragerði. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á Suðurlandi framkvæmdi húsleit í húsi í Hveragerði í liðinni viku og handtók húsráðanda. Sá er grunaður um ræktun á kannabis í húsinu og skúr sem stendur þar við hliðina.Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að lagt hafi verið hald á nokkurn fjölda kannabisplantna og eins umtalsvert fjármagn í reiðufé í ýmsum gjaldmiðlum.Rannsókn málsins hefur vakið grunsemdir um peningaþvætti tengt framleiðslu og sölu fíkniefna, segir í tilkynningu frá lögreglu.Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn(hja)visir.is. Fullum trúnaði heitið.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.