Innlent

Grunaður um peninga­þvætti og fíkni­efna­­fram­­leiðslu í Hvera­­gerði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maðurinn var handtekinn í Hveragerði.
Maðurinn var handtekinn í Hveragerði. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Suðurlandi framkvæmdi húsleit í húsi í Hveragerði í liðinni viku og handtók húsráðanda. Sá er grunaður um ræktun á kannabis í húsinu og skúr sem stendur þar við hliðina.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að lagt hafi verið hald á nokkurn fjölda kannabisplantna og eins umtalsvert fjármagn í reiðufé í ýmsum gjaldmiðlum.

Rannsókn málsins hefur vakið grunsemdir um peningaþvætti tengt framleiðslu og sölu fíkniefna, segir í tilkynningu frá lögreglu.

Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn(hja)visir.is. Fullum trúnaði heitið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.