Heilatengd sjónskerðing Estella D. Björnsson skrifar 10. október 2019 09:00 Heilatengd sjónskerðing (e. Cerebral Visual Impairment) (CVI) er talin vera ein meginástæða sjónskerðingar í börnum, sérstaklega í þróuðu ríkjunum. Samt sem áður er CVI oft bæði misskilið og vangreint. Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu leiddi Erasmus+ Evrópuverkefni, TeachCVI um heilatengda sjónskerðingu á árunum 2015-2017. Styðst ég við handbók úr verkefninu í umfjöllun minni hér á eftir um heilatengda sjónskerðingu. Meira efni er hægt að nálgast á TeachCVI.net.Hvað er svo heilatengd sjónskerðing? Heilatengd sjónskerðing (CVI) er sjónskerðing sem orsakast af skemmdum á sjónbraut og/eða sjónúrvinnslustöðvum í heilanum. CVI kemur ekki til vegna skaða á sjálfum augunum heldur skynja eða túlka sjónúrvinnslustöðvar heilans ekki alltaf það sem augun sjá. Því verður úrvinnsla sjónrænna upplýsinga skert. Það hversu mikil sjónskerðingin er fer eftir alvarleika og staðsetningu taugaskemmdanna sem og hvenær skaðinn verður. Afleiðingarnar geta verið margvíslegar, bæði er varða sjónina og aðra tengda kvilla. Áhrifin á sjónina geta verið allt frá blindu til vægra truflana á sjónrænni skynjun. Oft eru einstaklingarnir líka með taugasjúkdóma eins og heilalömun (CP) og flogaveiki sem og námsörðugleika. Börnin sem eiga í hlut geta verið með mismikla sjónskerðingu og viðbótarfatlanir eða næga sjón til að geta fylgt viðmiðum síns aldurshóps og sum þeirra með hömlun í hreyfigetu. CVI gefur ekki vísbendingu um vitsmunalega hæfni barnsins en getur haft skaðleg áhrif á þroska þess.Áhættuþættir Úrvinnsla og túlkun sjónrænna upplýsinga er flókið verkefni þar sem sjónin tengist svo mörgum svæðum heilans. Áverkar og truflanir á þessum svæðum eru því líklegar til að hafa slæm áhrif á sjónina. Heilaskaðinn sem veldur CVI getur komið til áður en barnið fæðist, við fæðingu eða seinna í lífi barnsins. Helstu áhættuþættir eru: fyrirburafæðing, sérstaklega fyrir 34. viku meðgöngu, skemmd á hvítaefni heilans nálgt heilahólfi, skortur á blóð-/súrefnisstreymi til heilans, þroskafrávik í heilanum, blóðsykurfall í nýburum, vatnshöfuð, sýking í miðtaugakerfi og höfuðáverkar. Stundum er engin ein augljós ástæða.Einkenni Einkennin geta verið mjög fjölbreytileg og ekkert eitt einkenni er dæmigert fyrir CVI. Börn með CVI eiga oft í vandræðum með sjónræna þætti á borð við sjónskerpu, sjónsvið og andstæður. Á meðal algengra einkenna eru; erfiðleikar við að festa augu á hluti, erfiðleikar við að fylgja línu við lestur, erfiðleikar við að þekkja andlit, erfiðleikar við að greina smáatriði þar sem mikið er af sjónrænum upplýsingum, sum börn eru ljósfælin á meðan önnur vilja mikla birtu og sum börn sjá betur hluti sem eru á hreyfingu heldur en stöðuga hluti og önnur börn skynja ekki hluti á hreyfingu og forðast þannig t.d. boltaleiki.Afleiðingar CVI getur þannig haft áhrif á: nærvinnu og aðgengi að læsi, samskipti og félagsfærni, athafnir daglegs lifs, áttun og umferli. CVI getur líka leitt til þreytu tengd sjónnotkun og kvíða. Þegar orsakir sjónskerðingar skýrast ekki eftir skoðun hjá augnlækni skyldi CVI alltaf vera skoðað sem möguleg ástæða. Mikilvægt er að greina CVI sem allra fyrst þar sem að snemmtæk íhlutun getur haft mikið að segja með hvernig til tekst. Best er ef matið er gert af þverfaglegu teymi og samanstendur af: mati á sjónrænni virkni og starfrænni sjón ásamt taugaskoðun og (tauga)sálfræðilegu mati.Aðgangur að læsi Læsi snýst ekki einungis um getuna til að lesa og skrifa. Það snýst um frelsi og sjálfstæði og það að vera fullgildur þjóðfélagsþegn. Læsi er „að lesa orðin og heiminn“ (Freire & Macedo, 1987). Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins segir: „Barn á rétt til að láta í ljós skoðanir sínar, og felur það í sér rétt til að leita, taka við og miðla hvers kyns vitneskju og hugmyndum, án tillits til landamæra, annaðhvort munnlega, skriflega eða á prenti, í formi lista eða eftir hvers kyns öðrum leiðum að vali þess.“ (Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, 13. grein). Börn með CVI hafa sértækar og fjölbreyttar þarfir þegar kemur að aðgengi að læsi. Marga skortir tækifæri til að læra af sjálfu sér á lífið. Fagfólk á hinum ýmsu sviðum deilir þeirri ábyrgð að styðja börn með CVI í áttina að læsi og veita þeim tækifæri til að hámarka möguleika sína. Í dag er alþjóðlegur sjónverndardagur og af því tilefni standa Blindrafélagið og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda og sjónskerta fyrir ráðstefnu um heilatengda sjónskerðingu eða CVI að Ofanleiti 2 kl: 14.00.Estella D. Björnsson, MSc sjónfræði ÞÞM tók saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Estella D. Björnsson Heilbrigðismál Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Heilatengd sjónskerðing (e. Cerebral Visual Impairment) (CVI) er talin vera ein meginástæða sjónskerðingar í börnum, sérstaklega í þróuðu ríkjunum. Samt sem áður er CVI oft bæði misskilið og vangreint. Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu leiddi Erasmus+ Evrópuverkefni, TeachCVI um heilatengda sjónskerðingu á árunum 2015-2017. Styðst ég við handbók úr verkefninu í umfjöllun minni hér á eftir um heilatengda sjónskerðingu. Meira efni er hægt að nálgast á TeachCVI.net.Hvað er svo heilatengd sjónskerðing? Heilatengd sjónskerðing (CVI) er sjónskerðing sem orsakast af skemmdum á sjónbraut og/eða sjónúrvinnslustöðvum í heilanum. CVI kemur ekki til vegna skaða á sjálfum augunum heldur skynja eða túlka sjónúrvinnslustöðvar heilans ekki alltaf það sem augun sjá. Því verður úrvinnsla sjónrænna upplýsinga skert. Það hversu mikil sjónskerðingin er fer eftir alvarleika og staðsetningu taugaskemmdanna sem og hvenær skaðinn verður. Afleiðingarnar geta verið margvíslegar, bæði er varða sjónina og aðra tengda kvilla. Áhrifin á sjónina geta verið allt frá blindu til vægra truflana á sjónrænni skynjun. Oft eru einstaklingarnir líka með taugasjúkdóma eins og heilalömun (CP) og flogaveiki sem og námsörðugleika. Börnin sem eiga í hlut geta verið með mismikla sjónskerðingu og viðbótarfatlanir eða næga sjón til að geta fylgt viðmiðum síns aldurshóps og sum þeirra með hömlun í hreyfigetu. CVI gefur ekki vísbendingu um vitsmunalega hæfni barnsins en getur haft skaðleg áhrif á þroska þess.Áhættuþættir Úrvinnsla og túlkun sjónrænna upplýsinga er flókið verkefni þar sem sjónin tengist svo mörgum svæðum heilans. Áverkar og truflanir á þessum svæðum eru því líklegar til að hafa slæm áhrif á sjónina. Heilaskaðinn sem veldur CVI getur komið til áður en barnið fæðist, við fæðingu eða seinna í lífi barnsins. Helstu áhættuþættir eru: fyrirburafæðing, sérstaklega fyrir 34. viku meðgöngu, skemmd á hvítaefni heilans nálgt heilahólfi, skortur á blóð-/súrefnisstreymi til heilans, þroskafrávik í heilanum, blóðsykurfall í nýburum, vatnshöfuð, sýking í miðtaugakerfi og höfuðáverkar. Stundum er engin ein augljós ástæða.Einkenni Einkennin geta verið mjög fjölbreytileg og ekkert eitt einkenni er dæmigert fyrir CVI. Börn með CVI eiga oft í vandræðum með sjónræna þætti á borð við sjónskerpu, sjónsvið og andstæður. Á meðal algengra einkenna eru; erfiðleikar við að festa augu á hluti, erfiðleikar við að fylgja línu við lestur, erfiðleikar við að þekkja andlit, erfiðleikar við að greina smáatriði þar sem mikið er af sjónrænum upplýsingum, sum börn eru ljósfælin á meðan önnur vilja mikla birtu og sum börn sjá betur hluti sem eru á hreyfingu heldur en stöðuga hluti og önnur börn skynja ekki hluti á hreyfingu og forðast þannig t.d. boltaleiki.Afleiðingar CVI getur þannig haft áhrif á: nærvinnu og aðgengi að læsi, samskipti og félagsfærni, athafnir daglegs lifs, áttun og umferli. CVI getur líka leitt til þreytu tengd sjónnotkun og kvíða. Þegar orsakir sjónskerðingar skýrast ekki eftir skoðun hjá augnlækni skyldi CVI alltaf vera skoðað sem möguleg ástæða. Mikilvægt er að greina CVI sem allra fyrst þar sem að snemmtæk íhlutun getur haft mikið að segja með hvernig til tekst. Best er ef matið er gert af þverfaglegu teymi og samanstendur af: mati á sjónrænni virkni og starfrænni sjón ásamt taugaskoðun og (tauga)sálfræðilegu mati.Aðgangur að læsi Læsi snýst ekki einungis um getuna til að lesa og skrifa. Það snýst um frelsi og sjálfstæði og það að vera fullgildur þjóðfélagsþegn. Læsi er „að lesa orðin og heiminn“ (Freire & Macedo, 1987). Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins segir: „Barn á rétt til að láta í ljós skoðanir sínar, og felur það í sér rétt til að leita, taka við og miðla hvers kyns vitneskju og hugmyndum, án tillits til landamæra, annaðhvort munnlega, skriflega eða á prenti, í formi lista eða eftir hvers kyns öðrum leiðum að vali þess.“ (Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, 13. grein). Börn með CVI hafa sértækar og fjölbreyttar þarfir þegar kemur að aðgengi að læsi. Marga skortir tækifæri til að læra af sjálfu sér á lífið. Fagfólk á hinum ýmsu sviðum deilir þeirri ábyrgð að styðja börn með CVI í áttina að læsi og veita þeim tækifæri til að hámarka möguleika sína. Í dag er alþjóðlegur sjónverndardagur og af því tilefni standa Blindrafélagið og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda og sjónskerta fyrir ráðstefnu um heilatengda sjónskerðingu eða CVI að Ofanleiti 2 kl: 14.00.Estella D. Björnsson, MSc sjónfræði ÞÞM tók saman.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun