Körfubolti

Ráku þjálfarann eftir fyrsta leik tímabilsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vladimir hér lengst til hægri. Baldur Þorleifsson, til vinstri, tekur við liðinu tímabundið.
Vladimir hér lengst til hægri. Baldur Þorleifsson, til vinstri, tekur við liðinu tímabundið. vísir/bára

Snæfell er búið að reka þjálfarann Vladimar Ivankovic úr starfi sínu sem þjálfari karlaliðs félagsins í körfubolta.

Snæfell greinir frá þessu á vef sínum í morgun en ákvörðunin var tekin á fundi stjórnar körfuknattleiksdeildar Snæfells í gær.

Ivankovic hefur stýrt liðinu frá því haustið 2018.

Það byrjaði ekki vel hjá Snæfell á leiktíðinni því liðið steinlá fyrir Vestra á heimavelli á föstudaginn, 114-64. Því ákvað stjórnin að gera breytingar.

Baldur Þorleifsson og Jón Þór Eyþórsson munu taka tímabundið við liðinu en næsti leikur Snæfell er gegn Selfoss á föstudagskvöldið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.