Innlent

21 milljón í greiningu á iðnaðar­kostum á Norð­vestur­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Unnur Valborg Hilmarsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Unnur Valborg Hilmarsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið mun veita Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) tímabundinn 21 milljón króna styrk til greiningar á iðnaðarkostum sem gætu hentað Norðurlandi vestra, gerð kynningarefnis og beinnar kynningar fyrir fjárfestum.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðaráðherra og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV, hafi undirritað plagg þessa efnis í dag. Er um viðauka við þjónustusamning um mat á uppbyggingu nýrrar iðnaðarstarfsemi í Austur-Húnavatnssýslu að ræða.

Markmið samningsins er að fjölga fyrirtækjum og störfum á Norðurlandi vestra og þannig draga úr varanlegri fólksfækkun í Austur-Húnavatnssýslu.

Nánar má lesa um samninginn á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×