Innlent

21 milljón í greiningu á iðnaðar­kostum á Norð­vestur­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Unnur Valborg Hilmarsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Unnur Valborg Hilmarsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið mun veita Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) tímabundinn 21 milljón króna styrk til greiningar á iðnaðarkostum sem gætu hentað Norðurlandi vestra, gerð kynningarefnis og beinnar kynningar fyrir fjárfestum.Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðaráðherra og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV, hafi undirritað plagg þessa efnis í dag. Er um viðauka við þjónustusamning um mat á uppbyggingu nýrrar iðnaðarstarfsemi í Austur-Húnavatnssýslu að ræða.Markmið samningsins er að fjölga fyrirtækjum og störfum á Norðurlandi vestra og þannig draga úr varanlegri fólksfækkun í Austur-Húnavatnssýslu.Nánar má lesa um samninginn á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.