Frá Sólarkonungnum til Seinfeld og mætingarskyldu á bestu skrúðgöngu ársins Björn Teitsson skrifar 21. september 2019 11:24 Fyrir réttum níu árum birti þýska menningartímaritið Merkur grein eftir rithöfundinn og samfélagsrýninn Kathrin Passig. Fjallar hún þar í stuttu máli um tæknilegar framfarir mannkyns, eða öllu heldur mótbárum fólks og samfélaga við þessum framförum. Hún skiptir mótbárunum í níu mismunandi stig. Þessi stig eru okkur flestum vel kunnug þótt við séum helst til fljót að gleyma háværum viðbrögðum við hinum og þessum hlutum sem við teljum sjálfsagða í dag. Þetta getur verið bráðfyndið að skoða í endurliti. Skoðum málið.Vélbyssan breytir engu í hernaði Fyrsta mótbáran sem rekur yfirleitt á strendur umræðunnar er til hvers er þetta eiginlega? Þannig kynnti Lúðvík XIV, sólarkonungurinn, til dæmis götulýsingu til sögunnar 1667 í París, til þess eins að íbúar borgarinnar eyðilögðu ljósin jafnharðan. „Við kunnum að rata“, sagði fólkið, og „yfirvöld hafa engan rétt til að varpa ljósi á það sem við gerum í myrkri.“ Önnur mótbáran sem heyrist jafnan er nátengd þeirri fyrstu, eða hver þarf eiginlega á þessu að halda? „Þetta er fín uppfinning,“ sagði Rutherford B. Hayes, þáverandi forseti Bandaríkjanna, er hann var kynntur fyrir símanum í fyrsta sinn, og bætti við „en hver myndi nota svona tæki?“Þriðja mótbáran er einnig kunnugleg, sem snýr að því að eina fólkið sem mun nota þetta tilheyrir elítunni, eða er vafasamt á einhvern hátt. Það er ekki lengra en 20 ár eða svo, síðan fólk taldi að einu notendur internetsins yrðu ungir ríkir karlar annars vegar og hryðjuverkamenn hins vegar. Þá kemur að því að fólk segir, en þetta er æði sem tekur enda. Sem er fjórða mótbáran. Árið 1922 sagði Thomas Edison sjálfur að útvarpið verði skammlíft. Sex árum áður hafði Charlie Chaplin sagt hið sama um „kvikmyndaæðið.“Gott og vel, fólk hlýtur að sjá að framfarir eru komnar til að vera. En ekki áður en fimmta mótbáran, allt í lagi, þessi hlutur er til - en hann mun engu breyta, lítur dagsins ljós. „Vélbyssan er fínt leikfang, en mun ekki breyta neinu í hernaði,“ sagði yfirherforingi franska hersins 1920. Og jafnvel þegar fólk hefur viðurkennt að hluturinn er gagnlegur, heyrist sjötta mótbáran: Þetta er gagnlegt, en of dýrt. Kannski að fólk hafi heyrt þetta um internettengingar á 10. áratugnum og sligandi símreikninga sem kæmu aðeins til með að hækka. Bara sem dæmi. Notaðirðu farsíma í þetta símtal? Þetta leiðir okkur að sjöundu mótbárunni, um að hluturinn er auðvitað gagnlegur en það er ekki hægt að treysta á að hann virki. Fólk fær beinlínis „kick“ út úr þessu, þegar eitthvað nýtt er ekki að virka. „Haha, þannig þau notuðu nýja fína GPS-tækið og villtust bara samt!“ Hvort maður hafi bara ekki sjálfur tekið þátt í svona, svei mér þá.Áttunda mótbáran snýr svo að ákveðnum siðareglum sem bjagast með tilkomu nýjunga. Þegar póstkort komu til sögunnar um miðja 19. öld þótti til að mynda argasti dónaskapur að senda nákomnum ættingja eitt slíkt. „Er ég ekki nógu mikilvæg/ur til að þú skrifir mér alvöru bréf?“ Það sama má segja um vélrituð bréf, svo ekki sé talað um smáskilaboð eða spjallforrit á kostnað alvöru símtala þegar þau komu til sögunnar. Í sjónvarpsþættinum Seinfeld hringdi Elaine í vinkonu sína til að spyrja fregna af veikindum. „Ég trúi ekki að þú hafir spurt um veikindi í farsíma. Þarna er lágmarkskurteisi að nota heimasímann,“ útskýrði Jerry.Lokamótbáran er auðvitað að samfélagið í heild sinni verður verra. Þegar ritvélar komu fyrst á markað var kvartað undan of mikið af prentvillum, fólk myndi ekki kunna að stafa lengur. Sama á við um spjallforrit. Svo talar fólk ekki lengur saman vegna snjalltækjanna sinna. Svona má halda áfram endalaust. Getum við breyst til batnaðar? Um leið og ég biðst afsökunar á þessum langa inngangi langar mig nú að prófa að biðja þau fáu sem enn eru að lesa, að setja breytingar á samgöngu-og borgarskipulagi í þágu gangandi, hjólandi og almenningssamgangna í gegnum þessa mótbáruþeytivindu. Athugum hvort við könnumst við eitthvað úr umræðunni. Ímyndið ykkur til dæmis lykilorðin Borgarlína - reiðhjólastígar - göngugötur.I.Til hvers er þetta? „Reiðhjólastígar? Það hjólar engin/n á Íslandi.“ Hef heyrt þetta, tékk.II.Hver þarf á þessu að halda? „Fólk hefur valið einkabílinn.“ Tékk.III.Fólk sem notar þetta tilheyrir elítu eða er vafasamt. „Spandex-hjólafólk sem hjólar á 70km hraða,“ „aðeins í boði fyrir barnlaust fólk,“ „hjólafólk brýtur umferðarreglur.“ Tékk. IV.Þetta er æði sem tekur enda. „Sjálfkeyrandi bílar taka við öllum fólksflutningum.“ Tékk.V.Mun engu breyta. „Enginn tekur Strætó, hví ætti fólk að taka Borgarlínu,“ „Fólki fjölgar ekki á Laugavegi, það er of kalt á Íslandi.“ Tékk. VI. Fínt, en of dýrt. „Reiðhjól eru of dýr,“ „Ég er ekki á móti almenningssamgöngum en Borgarlína er allt of dýr.“ Heldur betur tékk!VII.Ekki hægt að treysta að það virki. „Strætó kemur aldrei á réttum tíma,“ „rafhjól hafa enga drægni.“ Tékk. VIII. Siðareglur sem bjagast. „Þetta hjólafólk er stórhættulegt, það lætur aldrei vita af sér,“ „Af hverju eru gangandi að tefja umferðina.“ Tékk. IX. Allt samfélagið verður verra. „Hvernig á fólk að komast í bæinn?“ Tékk.Góðar og slæmar fréttir Góðu fréttirnar eru þær að allar breytingar í þágu hollari, betri, ódýrari og umhverfisvænni samgöngumáta er léttilega hægt að framkvæmda. Og þær verða auðvitað framkvæmdar fyrr eða síðar. Þetta hafa fjölmargar borgir í kringum okkur sýnt. Með skynsamlegum ákörðunum er hægt að snúa algerlega við blaðinu þegar kemur að samgöngumátunum. Í gær var ég einmitt að lesa að í Kaupmannahöfn hafi árið 1970 aðeins 10% borgarbúa notað reiðhjól sem sinn helsta samgöngumáta. Í dag er hlutfallið hins vegar komið í 62% (!!), sem er magnaður árangur. En þetta voru einmitt slæmu fréttirnar. Helvítis Danir, að gera betur en við. Með skynsamlegum ákvörðunum er Kaupmannahöfn að verða fyrirmyndarborg á heimsvísu í samgöngum. Flott hjá þeim og allt það en… Danir?Fögnum árangrinum, fjölbreytileikanum og framtíðinni Sunnudaginn 22. september er alþjóðlegi Bíllausi dagurinn. Og við höfum raunverulega miklu að fagna. Baráttan fyrir fjölbreytni í ferðamátum er að skila sér. Mikill skriðþungi er í umræðunni og fólk er farið að krefjast þess að hafa aukið val í samgöngumátum. Það er loksins orðinn almenn vitneskja að það er ekki hægt að byggja sig úr umferðarteppu. Það þarf að breyta til. Fyrir umhverfið, fyrir borgina, fyrir fólkið. Áhersluatriði sem eru talin sjálfsögð í samanburðarlöndum en voru jaðarmál á Íslandi. En ekki lengur. Í dag fá þau verðskuldaða athygli og virðingu. Það er virkilega mikilvægt.Fleiri gleðifréttir eru að í Reykjavík verður Bíllausa deginum fagnað almennilega í fyrsta sinn. Bíllaus ganga, þar sem öllum ferðamátum öðrum en einkabíl verður gert hátt undir höfði, leggur undir sig Miklubraut, eina umferðarþyngstu bílagötu landsins. Loftgæði munu batna, börn verða óhult, tónlist og hlátur eiga eftir að heyrast í fyrsta sinn við götuna í áratugi - hljóð sem hafa um árabil verið kæfð með hávaðanum í bílum að þjóta hjá. Ekki láta ykkur bregða þótt þið heyrið einhverjar mótbárur, við höfum heyrt þær áður og munum brosa yfir þeim í náinni framtíð.Bíllausa gangan hefst kl. 12.30 við Klambratún, á horni Lönguhlíðar og Miklubrautar. Láttu sjá þig og sjáðu hve yndisleg borgin okkar gæti orðið.Höfundur er stoltur meðlimur Samtaka um bíllausan lífsstíl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Teitsson Loftslagsmál Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Fyrir réttum níu árum birti þýska menningartímaritið Merkur grein eftir rithöfundinn og samfélagsrýninn Kathrin Passig. Fjallar hún þar í stuttu máli um tæknilegar framfarir mannkyns, eða öllu heldur mótbárum fólks og samfélaga við þessum framförum. Hún skiptir mótbárunum í níu mismunandi stig. Þessi stig eru okkur flestum vel kunnug þótt við séum helst til fljót að gleyma háværum viðbrögðum við hinum og þessum hlutum sem við teljum sjálfsagða í dag. Þetta getur verið bráðfyndið að skoða í endurliti. Skoðum málið.Vélbyssan breytir engu í hernaði Fyrsta mótbáran sem rekur yfirleitt á strendur umræðunnar er til hvers er þetta eiginlega? Þannig kynnti Lúðvík XIV, sólarkonungurinn, til dæmis götulýsingu til sögunnar 1667 í París, til þess eins að íbúar borgarinnar eyðilögðu ljósin jafnharðan. „Við kunnum að rata“, sagði fólkið, og „yfirvöld hafa engan rétt til að varpa ljósi á það sem við gerum í myrkri.“ Önnur mótbáran sem heyrist jafnan er nátengd þeirri fyrstu, eða hver þarf eiginlega á þessu að halda? „Þetta er fín uppfinning,“ sagði Rutherford B. Hayes, þáverandi forseti Bandaríkjanna, er hann var kynntur fyrir símanum í fyrsta sinn, og bætti við „en hver myndi nota svona tæki?“Þriðja mótbáran er einnig kunnugleg, sem snýr að því að eina fólkið sem mun nota þetta tilheyrir elítunni, eða er vafasamt á einhvern hátt. Það er ekki lengra en 20 ár eða svo, síðan fólk taldi að einu notendur internetsins yrðu ungir ríkir karlar annars vegar og hryðjuverkamenn hins vegar. Þá kemur að því að fólk segir, en þetta er æði sem tekur enda. Sem er fjórða mótbáran. Árið 1922 sagði Thomas Edison sjálfur að útvarpið verði skammlíft. Sex árum áður hafði Charlie Chaplin sagt hið sama um „kvikmyndaæðið.“Gott og vel, fólk hlýtur að sjá að framfarir eru komnar til að vera. En ekki áður en fimmta mótbáran, allt í lagi, þessi hlutur er til - en hann mun engu breyta, lítur dagsins ljós. „Vélbyssan er fínt leikfang, en mun ekki breyta neinu í hernaði,“ sagði yfirherforingi franska hersins 1920. Og jafnvel þegar fólk hefur viðurkennt að hluturinn er gagnlegur, heyrist sjötta mótbáran: Þetta er gagnlegt, en of dýrt. Kannski að fólk hafi heyrt þetta um internettengingar á 10. áratugnum og sligandi símreikninga sem kæmu aðeins til með að hækka. Bara sem dæmi. Notaðirðu farsíma í þetta símtal? Þetta leiðir okkur að sjöundu mótbárunni, um að hluturinn er auðvitað gagnlegur en það er ekki hægt að treysta á að hann virki. Fólk fær beinlínis „kick“ út úr þessu, þegar eitthvað nýtt er ekki að virka. „Haha, þannig þau notuðu nýja fína GPS-tækið og villtust bara samt!“ Hvort maður hafi bara ekki sjálfur tekið þátt í svona, svei mér þá.Áttunda mótbáran snýr svo að ákveðnum siðareglum sem bjagast með tilkomu nýjunga. Þegar póstkort komu til sögunnar um miðja 19. öld þótti til að mynda argasti dónaskapur að senda nákomnum ættingja eitt slíkt. „Er ég ekki nógu mikilvæg/ur til að þú skrifir mér alvöru bréf?“ Það sama má segja um vélrituð bréf, svo ekki sé talað um smáskilaboð eða spjallforrit á kostnað alvöru símtala þegar þau komu til sögunnar. Í sjónvarpsþættinum Seinfeld hringdi Elaine í vinkonu sína til að spyrja fregna af veikindum. „Ég trúi ekki að þú hafir spurt um veikindi í farsíma. Þarna er lágmarkskurteisi að nota heimasímann,“ útskýrði Jerry.Lokamótbáran er auðvitað að samfélagið í heild sinni verður verra. Þegar ritvélar komu fyrst á markað var kvartað undan of mikið af prentvillum, fólk myndi ekki kunna að stafa lengur. Sama á við um spjallforrit. Svo talar fólk ekki lengur saman vegna snjalltækjanna sinna. Svona má halda áfram endalaust. Getum við breyst til batnaðar? Um leið og ég biðst afsökunar á þessum langa inngangi langar mig nú að prófa að biðja þau fáu sem enn eru að lesa, að setja breytingar á samgöngu-og borgarskipulagi í þágu gangandi, hjólandi og almenningssamgangna í gegnum þessa mótbáruþeytivindu. Athugum hvort við könnumst við eitthvað úr umræðunni. Ímyndið ykkur til dæmis lykilorðin Borgarlína - reiðhjólastígar - göngugötur.I.Til hvers er þetta? „Reiðhjólastígar? Það hjólar engin/n á Íslandi.“ Hef heyrt þetta, tékk.II.Hver þarf á þessu að halda? „Fólk hefur valið einkabílinn.“ Tékk.III.Fólk sem notar þetta tilheyrir elítu eða er vafasamt. „Spandex-hjólafólk sem hjólar á 70km hraða,“ „aðeins í boði fyrir barnlaust fólk,“ „hjólafólk brýtur umferðarreglur.“ Tékk. IV.Þetta er æði sem tekur enda. „Sjálfkeyrandi bílar taka við öllum fólksflutningum.“ Tékk.V.Mun engu breyta. „Enginn tekur Strætó, hví ætti fólk að taka Borgarlínu,“ „Fólki fjölgar ekki á Laugavegi, það er of kalt á Íslandi.“ Tékk. VI. Fínt, en of dýrt. „Reiðhjól eru of dýr,“ „Ég er ekki á móti almenningssamgöngum en Borgarlína er allt of dýr.“ Heldur betur tékk!VII.Ekki hægt að treysta að það virki. „Strætó kemur aldrei á réttum tíma,“ „rafhjól hafa enga drægni.“ Tékk. VIII. Siðareglur sem bjagast. „Þetta hjólafólk er stórhættulegt, það lætur aldrei vita af sér,“ „Af hverju eru gangandi að tefja umferðina.“ Tékk. IX. Allt samfélagið verður verra. „Hvernig á fólk að komast í bæinn?“ Tékk.Góðar og slæmar fréttir Góðu fréttirnar eru þær að allar breytingar í þágu hollari, betri, ódýrari og umhverfisvænni samgöngumáta er léttilega hægt að framkvæmda. Og þær verða auðvitað framkvæmdar fyrr eða síðar. Þetta hafa fjölmargar borgir í kringum okkur sýnt. Með skynsamlegum ákörðunum er hægt að snúa algerlega við blaðinu þegar kemur að samgöngumátunum. Í gær var ég einmitt að lesa að í Kaupmannahöfn hafi árið 1970 aðeins 10% borgarbúa notað reiðhjól sem sinn helsta samgöngumáta. Í dag er hlutfallið hins vegar komið í 62% (!!), sem er magnaður árangur. En þetta voru einmitt slæmu fréttirnar. Helvítis Danir, að gera betur en við. Með skynsamlegum ákvörðunum er Kaupmannahöfn að verða fyrirmyndarborg á heimsvísu í samgöngum. Flott hjá þeim og allt það en… Danir?Fögnum árangrinum, fjölbreytileikanum og framtíðinni Sunnudaginn 22. september er alþjóðlegi Bíllausi dagurinn. Og við höfum raunverulega miklu að fagna. Baráttan fyrir fjölbreytni í ferðamátum er að skila sér. Mikill skriðþungi er í umræðunni og fólk er farið að krefjast þess að hafa aukið val í samgöngumátum. Það er loksins orðinn almenn vitneskja að það er ekki hægt að byggja sig úr umferðarteppu. Það þarf að breyta til. Fyrir umhverfið, fyrir borgina, fyrir fólkið. Áhersluatriði sem eru talin sjálfsögð í samanburðarlöndum en voru jaðarmál á Íslandi. En ekki lengur. Í dag fá þau verðskuldaða athygli og virðingu. Það er virkilega mikilvægt.Fleiri gleðifréttir eru að í Reykjavík verður Bíllausa deginum fagnað almennilega í fyrsta sinn. Bíllaus ganga, þar sem öllum ferðamátum öðrum en einkabíl verður gert hátt undir höfði, leggur undir sig Miklubraut, eina umferðarþyngstu bílagötu landsins. Loftgæði munu batna, börn verða óhult, tónlist og hlátur eiga eftir að heyrast í fyrsta sinn við götuna í áratugi - hljóð sem hafa um árabil verið kæfð með hávaðanum í bílum að þjóta hjá. Ekki láta ykkur bregða þótt þið heyrið einhverjar mótbárur, við höfum heyrt þær áður og munum brosa yfir þeim í náinni framtíð.Bíllausa gangan hefst kl. 12.30 við Klambratún, á horni Lönguhlíðar og Miklubrautar. Láttu sjá þig og sjáðu hve yndisleg borgin okkar gæti orðið.Höfundur er stoltur meðlimur Samtaka um bíllausan lífsstíl.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun