Snorri Steinn: Var örugglega að bulla eitthvað í hita leiksins Gabríel Sighvatsson skrifar 21. september 2019 22:21 Snorri Steinn heldur tölu yfir sínum mönnum í kvöld. vísir/daníel Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var vægast sagt svekktur eftir 27-27 jafntefli gegn Selfoss í kvöld. „Við vorum komnir í góða stöðu og með góð tök á leiknum. Svolitlir klaufar að hleypa þeim aftur inn í leikinn. Selfoss er með undirtökin undir lokin og hefðu getað unnið leikinn þannnig að ég er bara ánægður með þetta stig.“ Valsliðið var með leikinn í hendi sér en missti sigur niður í jafntefli á lokamínútunum. „Við spiluðum ágætlega. Það sem gerist er að við fáum á okkur ódýra tæknifeila og klikkum (á færum).“ Snorri Steinn var ekki par sáttur með nýtingu Vals í kvöld og taldi það vera orsök tapaðra stiga á tímabilinu. „Ég er mjög óánægður með nýtinguna okkar og færanýtinguna almennt. Það er ekkert bara sagan í þessum leik, við verðum bara að laga það og drengirnir vita það sjálfir. Það vantar mikið upp á þar og ég þori nánast að fullyrða það – án þess að vera búinn að greina leikinn – að ef við værum með aðeins eðlilegri færanýtingu þá værum við að landa þægilegum sigri.“ Þegar leiknum lauk rauk Snorri Steinn beint að dómara leiksins til að segja sína skoðun á einhverju sem Snorri var ósáttur með. „Ég var örugglega að bulla eitthvað í hita leiksins. Það var fótur á Hauk og ég hélt það væri eitthvað eftir. Ég veit ekki hvort ég hafi haft rétt fyrir mér eða ekki.“ Valur byrjar tímabilið með 3 stig eftir jafnmarga leiki sem er ekki slæmt en ekki frábært. „Ég er gríðarlega óánægður með einn leik af þessum þremur og hann truflar mig. Strákarnir svöruðu því vel í dag og eiga hrós skilið. Eðlilega eftir frammistöðuna á móti FH var þetta þung vika en þeir komu vel inn í þennan leik og löguðu fullt af hlutum og það voru klárlega batamerki á leik okkar.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Selfoss 27-27 | Dramatískt jafntefli Íslandsmeistarar Selfoss og Valur gerðu jafntefli í háspennu leik í Origo höllinni í kvöld. 21. september 2019 22:45 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var vægast sagt svekktur eftir 27-27 jafntefli gegn Selfoss í kvöld. „Við vorum komnir í góða stöðu og með góð tök á leiknum. Svolitlir klaufar að hleypa þeim aftur inn í leikinn. Selfoss er með undirtökin undir lokin og hefðu getað unnið leikinn þannnig að ég er bara ánægður með þetta stig.“ Valsliðið var með leikinn í hendi sér en missti sigur niður í jafntefli á lokamínútunum. „Við spiluðum ágætlega. Það sem gerist er að við fáum á okkur ódýra tæknifeila og klikkum (á færum).“ Snorri Steinn var ekki par sáttur með nýtingu Vals í kvöld og taldi það vera orsök tapaðra stiga á tímabilinu. „Ég er mjög óánægður með nýtinguna okkar og færanýtinguna almennt. Það er ekkert bara sagan í þessum leik, við verðum bara að laga það og drengirnir vita það sjálfir. Það vantar mikið upp á þar og ég þori nánast að fullyrða það – án þess að vera búinn að greina leikinn – að ef við værum með aðeins eðlilegri færanýtingu þá værum við að landa þægilegum sigri.“ Þegar leiknum lauk rauk Snorri Steinn beint að dómara leiksins til að segja sína skoðun á einhverju sem Snorri var ósáttur með. „Ég var örugglega að bulla eitthvað í hita leiksins. Það var fótur á Hauk og ég hélt það væri eitthvað eftir. Ég veit ekki hvort ég hafi haft rétt fyrir mér eða ekki.“ Valur byrjar tímabilið með 3 stig eftir jafnmarga leiki sem er ekki slæmt en ekki frábært. „Ég er gríðarlega óánægður með einn leik af þessum þremur og hann truflar mig. Strákarnir svöruðu því vel í dag og eiga hrós skilið. Eðlilega eftir frammistöðuna á móti FH var þetta þung vika en þeir komu vel inn í þennan leik og löguðu fullt af hlutum og það voru klárlega batamerki á leik okkar.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Selfoss 27-27 | Dramatískt jafntefli Íslandsmeistarar Selfoss og Valur gerðu jafntefli í háspennu leik í Origo höllinni í kvöld. 21. september 2019 22:45 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Leik lokið: Valur - Selfoss 27-27 | Dramatískt jafntefli Íslandsmeistarar Selfoss og Valur gerðu jafntefli í háspennu leik í Origo höllinni í kvöld. 21. september 2019 22:45