Innlent

Berg­dís af­henti Donald Trump trúnaðar­bréf sitt

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bergdís sést hér afhenda Donald Trump trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum.
Bergdís sést hér afhenda Donald Trump trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. sendiráð íslands í bandaríkjunum

Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, afhenti Donald Trump, Bandaríkjaforseta, trúnaðarbréf sitt í liðinni viku.

Þar með getur hún formlega hafið störf við hagsmunagæslu fyrir Íslands hönd í Bandaríkjunum að því er segir í færslu á Facebook-síðu sendiráðsins.

Bergdís tekur við embættinu af Geir H. Haarde. Tilkynnt var um að hún tæki við stöðunni í október í fyrra en áður var Bergdís fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum.

Bergdís er fyrsta konan sem gegnir embætti sendiherra Íslands í Bandaríkjunum.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.