Innlent

Berg­dís af­henti Donald Trump trúnaðar­bréf sitt

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bergdís sést hér afhenda Donald Trump trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum.
Bergdís sést hér afhenda Donald Trump trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. sendiráð íslands í bandaríkjunum
Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, afhenti Donald Trump, Bandaríkjaforseta, trúnaðarbréf sitt í liðinni viku.Þar með getur hún formlega hafið störf við hagsmunagæslu fyrir Íslands hönd í Bandaríkjunum að því er segir í færslu á Facebook-síðu sendiráðsins.Bergdís tekur við embættinu af Geir H. Haarde. Tilkynnt var um að hún tæki við stöðunni í október í fyrra en áður var Bergdís fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum.Bergdís er fyrsta konan sem gegnir embætti sendiherra Íslands í Bandaríkjunum.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.