Innlent

Jarð­skjálfti við Hró­mundar­tind fannst í Hvera­gerði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Jarðskjálftinn er merktur með stjörnu inn á þetta kort.
Jarðskjálftinn er merktur með stjörnu inn á þetta kort. veðurstofa íslands

Jörð skalf við Hrómundartind á Hengilssvæðinu í morgun þega skjálfti að stærðinni þrír mældist 2,4 kílómetra suðaustur af tindinum. Nokkrir minni eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið.

Þá barst Veðurstofunni tilkynning um að skjálftinn hafi fundist í Hveragerði.

Snemma í morgun varð jarðskjálfti að stærðinni 3,4 í grennd við Grindavík en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni eru ekki tengsl á milli skjálftans þar og skjálftans á Hengilssvæðinu. Einungis er um tilviljun að ræða. 


Tengdar fréttir

Jarðskjálfti í grennd við Grindavík

Jarðskjálfti upp á 3,4 stig reið yfir rétt eftir klukkan sex í morgun í grennd við Grindavík, eða um þremur kílómetrum norðaustan við bæinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.