Körfubolti

Sigurganga Ástrala heldur áfram sem eru komnir í undanúrslitin í fyrsta sinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ástralía er komið í undanúrslitin á HM í fyrsta sinn í sögunni.
Ástralía er komið í undanúrslitin á HM í fyrsta sinn í sögunni. vísir/getty

Ástralía heldur áfram að gera frábæra hluti á HM í körfubolta en þeir hafa enn ekki tapað leik á mótinu. Þeir unnu 82-70 sigur á Tékklandi í 8-liða úrslitunum í dag.

Í undanúrslitunum mæta þeir Spánverjum en í hinum leiknum mætast Frakkland og Argentína. Frakkland sló Bandaríkin óvænt út í dag.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Ástralía var 33-30 yfir í hálfleik.

Góður þriðji leikhluti lagði grunninn að sigrinum en þann leikhluta unnu Ástralar með tólf stigum og leikinn að lokum einnig með tólf stigum, 82-70.

Patty Mills, leikmaður San Antonio Spurs, var stigahæstur hjá Áströlum með 24 stig en í liði Tékka var það Patrik Auda sem var stigahæstur með 21. Auda spilar með Boulazac Basket Dordogne í Frakklandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.