Körfubolti

Sigurganga Ástrala heldur áfram sem eru komnir í undanúrslitin í fyrsta sinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ástralía er komið í undanúrslitin á HM í fyrsta sinn í sögunni.
Ástralía er komið í undanúrslitin á HM í fyrsta sinn í sögunni. vísir/getty
Ástralía heldur áfram að gera frábæra hluti á HM í körfubolta en þeir hafa enn ekki tapað leik á mótinu. Þeir unnu 82-70 sigur á Tékklandi í 8-liða úrslitunum í dag.

Í undanúrslitunum mæta þeir Spánverjum en í hinum leiknum mætast Frakkland og Argentína. Frakkland sló Bandaríkin óvænt út í dag.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Ástralía var 33-30 yfir í hálfleik.

Góður þriðji leikhluti lagði grunninn að sigrinum en þann leikhluta unnu Ástralar með tólf stigum og leikinn að lokum einnig með tólf stigum, 82-70.







Patty Mills, leikmaður San Antonio Spurs, var stigahæstur hjá Áströlum með 24 stig en í liði Tékka var það Patrik Auda sem var stigahæstur með 21. Auda spilar með Boulazac Basket Dordogne í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×