Sport

Ásdís sló 27 ára Íslandsmet í kúluvarpi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ásdís á bæði Íslandsmetið utanhúss í kúluvarpi og spjótkasti sem er hennar aðalgrein.
Ásdís á bæði Íslandsmetið utanhúss í kúluvarpi og spjótkasti sem er hennar aðalgrein. mynd/frí

Ásdís Hjálmsdóttir bætti í dag 27 ára gamalt Íslandsmet í kúluvarpi.

Ásdís setti Íslandsmetið í fyrstu grein í kastþraut í Svíþjóð þar sem hún er búsett.

Hún kastaði 16,53 metra og bætti Íslandsmet Guðbjargar Hönnu Gylfadóttur sem hafði staðið frá 1992.

Íslandsmet Guðbjargar Hönnu var 16,33 og Ásdís bætti það því um 20 sentímetra. Hún hafði áður lengst kastað 16,08 metra í kúluvarpi.

Ásdís á núna bæði Íslandsmetið í kúluvarpi innan- og utanhúss. Íslandsmet hennar innanhúss er 15,96 metrar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.