Handbolti

Olísdeild kvenna hefst í dag

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valur er ríkjandi Íslandsmeistari í Olísdeild kvenna.
Valur er ríkjandi Íslandsmeistari í Olísdeild kvenna. Vísir/Vilhelm

Klukkan 13:30 mætir Stjarnan á Ásvelli og mætir Haukum. Ólíklegt er að nýja skytta Hauka, hin sænska Sara Odden, verði með en Haukar duttu út í undanúrslitum gegn verðandi Íslandsmeisturum Vals á síðustu leiktíð.

Hálftíma síðar, eða klukkan 14:00, hefst leikur ÍBV og Aftureldingar en Mosfellsstúlkur eru nýliðar í deildinni og benda allar spár til þess að stoppið verði stutt í efstu deild að þessu sinni.

Klukkan 14:30 hefst svo leikur KA/Þór og Fram á Akureyri en gestunum úr Safamýri er spáð einkar góðu gengi í ár. Sérstaklega eftir að hafa valtað yfir núverandi Íslandsmeistara Vals í Meistarakeppninni í síðustu viku.

Á morgun mætast svo HK og Valur í Kórnum og má reikna með að Íslandsmeistararnir séu komnir með blóð á tennurnar eftir að hafa tapað gegn Fram í Meistarakeppninni og dottið svo út fyrir sænsku deildarmeisturunum í EHF-bikarnum. Sá leikur hefst klukkan 13:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir

Sjö marka tap og Valur úr leik

Valur er úr leik í EHF bikar kvenna í handbolta eftir stórt tap gegn sænsku deildarmeisturunum í Skuru í Origohöllinni að Hlíðarenda í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.