Handbolti

Sjö marka tap og Valur úr leik

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Díana Dögg var atkvæðamest í liði Vals
Díana Dögg var atkvæðamest í liði Vals vísir/eyþór

Valur er úr leik í EHF bikar kvenna í handbolta eftir stórt tap gegn sænsku deildarmeisturunum í Skuru í Origohöllinni að Hlíðarenda í kvöld.

Fyrri leikur liðanna lauk með eins marks sigri Vals, 23-22, og voru Valskonur því í ágætri stöðu fyrir seinni leikinn.

Leikurinn byrjaði jafn en heimakonur í Val voru með yfirhöndina. Liðunum gekk illa að skora og var staðan aðeins 4-4 eftir tíu mínútna leik.

Sænsku gestirnir tóku yfir undir lok fyrri hálfleiks og var staðan orðin 16-11 Skuru í vil í hálfleik.

Valur byrjaði seinni hálfleik illa og þegar hann var hálfnaður var tíu marka munur á liðunum. Undir lokin náðu Valskonur að laga sóknarleikinn og minnkuðu muninn.

Lokatölur urðu 31-24 fyrir Skuru og því vann sænska liðið samanlagt 53-47.

Díana Dögg Magnúsdóttir var markahæst í liði Vals með átta mörk og Ásdís Þóra Ágústsdóttir skoraði sex. Eva Björk Davíðsdóttir komst ekki á blað í liði Skuru.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.