Reyndi að ráðast á WNBA-systurnar með vopn í hendi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2019 15:00 Nneka Ogwumike með liðsfélögum sínum í Sparks liðinu. Getty/Katharine Lotze Ogwumike körfuboltasysturnar eru að gera góða hluti með Los Angeles Sparks liðinu í WNBA-deildinni í körfubolta en þær voru heppnar að öryggisverðir á síðasta leik þeirra voru vel með á nótunum. Los Angeles Sparks tryggði sér sæti í undanúrslitum úrslitakeppni WNBA-deildarinnar með öruggum 92-69 sigri á Seattle Storm í Staples Center í Los Angeles. Nneka Ogwumike var með 17 stig og 6 fráköst í leiknum og var tekin í sjónvarpsviðtal eftir hann. Þegar hún var í sjónvarpsviðtali út á gólfi eftir leik þá reyndi áhorfandi að ráðast á hana með vopn í hendi. Öryggisverðir voru hins vegar vakandi og tókst að tækla hann áður en hann komst að Nneku.Scary moment at the end of the Sparks game as a fan ran onto the court towards Chiney & Nneka Ogwumike with something in his hand. #WNBApic.twitter.com/Qvw5c5xIye — Blake DuDonis (@BlakeDuDonis) September 15, 2019 „Ég veit ekki hver þetta var. Ég held bara að þetta hafi verið of ákafur áhorfandi sem missti stjórn á sér í æsingnum. Við erum með öryggisverði einmitt til að bregðast við svona aðstæðum,“ sagði Nneka Ogwumike eftir leikinn. Nneka Ogwumike var ekki ein út á gólfi því systir hennar, Chiney Ogwumike, sem spilar líka með Los Angeles Sparks liðinu stóð við hlið hennar. „Nneka var í viðtali og ég vil alltaf vera með henni því við göngum alltaf saman af velli,“ sagði Chiney Ogwumike sem sjálf var með 6 stig og 4 fráköst í leiknum. „Svo sá ég hann koma út undan mér og hann stefndi á okkur. Ég stökk fyrir hann því ég veit að hún er mikilvægari en ég fyrir liðið. Við þurfum á henni að halda. Ég held að þessi áhorfandi hafi ætlað að komast að okkur en það er í fínu lagi með okkur,“ sagði Chiney Ogwumike. Los Angeles Sparks mætir Connecticut Sun í undanúrslitunum en hinum megin mætast Washington Mystics og Las Vegas Aces.Security tackles fan at WNBA game! The fan ran on the court and was trying to get to Chiney & Nneka Ogwumike.@shaerollaepic.twitter.com/w633uPLhqe — Ballislife.com (@Ballislife) September 15, 2019 NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Ogwumike körfuboltasysturnar eru að gera góða hluti með Los Angeles Sparks liðinu í WNBA-deildinni í körfubolta en þær voru heppnar að öryggisverðir á síðasta leik þeirra voru vel með á nótunum. Los Angeles Sparks tryggði sér sæti í undanúrslitum úrslitakeppni WNBA-deildarinnar með öruggum 92-69 sigri á Seattle Storm í Staples Center í Los Angeles. Nneka Ogwumike var með 17 stig og 6 fráköst í leiknum og var tekin í sjónvarpsviðtal eftir hann. Þegar hún var í sjónvarpsviðtali út á gólfi eftir leik þá reyndi áhorfandi að ráðast á hana með vopn í hendi. Öryggisverðir voru hins vegar vakandi og tókst að tækla hann áður en hann komst að Nneku.Scary moment at the end of the Sparks game as a fan ran onto the court towards Chiney & Nneka Ogwumike with something in his hand. #WNBApic.twitter.com/Qvw5c5xIye — Blake DuDonis (@BlakeDuDonis) September 15, 2019 „Ég veit ekki hver þetta var. Ég held bara að þetta hafi verið of ákafur áhorfandi sem missti stjórn á sér í æsingnum. Við erum með öryggisverði einmitt til að bregðast við svona aðstæðum,“ sagði Nneka Ogwumike eftir leikinn. Nneka Ogwumike var ekki ein út á gólfi því systir hennar, Chiney Ogwumike, sem spilar líka með Los Angeles Sparks liðinu stóð við hlið hennar. „Nneka var í viðtali og ég vil alltaf vera með henni því við göngum alltaf saman af velli,“ sagði Chiney Ogwumike sem sjálf var með 6 stig og 4 fráköst í leiknum. „Svo sá ég hann koma út undan mér og hann stefndi á okkur. Ég stökk fyrir hann því ég veit að hún er mikilvægari en ég fyrir liðið. Við þurfum á henni að halda. Ég held að þessi áhorfandi hafi ætlað að komast að okkur en það er í fínu lagi með okkur,“ sagði Chiney Ogwumike. Los Angeles Sparks mætir Connecticut Sun í undanúrslitunum en hinum megin mætast Washington Mystics og Las Vegas Aces.Security tackles fan at WNBA game! The fan ran on the court and was trying to get to Chiney & Nneka Ogwumike.@shaerollaepic.twitter.com/w633uPLhqe — Ballislife.com (@Ballislife) September 15, 2019
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira