Körfubolti

Reyndi að ráðast á WNBA-systurnar með vopn í hendi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nneka Ogwumike með liðsfélögum sínum í Sparks liðinu.
Nneka Ogwumike með liðsfélögum sínum í Sparks liðinu. Getty/Katharine Lotze
Ogwumike körfuboltasysturnar eru að gera góða hluti með Los Angeles Sparks liðinu í WNBA-deildinni í körfubolta en þær voru heppnar að öryggisverðir á síðasta leik þeirra voru vel með á nótunum.Los Angeles Sparks tryggði sér sæti í undanúrslitum úrslitakeppni WNBA-deildarinnar með öruggum 92-69 sigri á Seattle Storm í Staples Center í Los Angeles. Nneka Ogwumike var með 17 stig og 6 fráköst í leiknum og var tekin í sjónvarpsviðtal eftir hann.Þegar hún var í sjónvarpsviðtali út á gólfi eftir leik þá reyndi áhorfandi að ráðast á hana með vopn í hendi. Öryggisverðir voru hins vegar vakandi og tókst að tækla hann áður en hann komst að Nneku.„Ég veit ekki hver þetta var. Ég held bara að þetta hafi verið of ákafur áhorfandi sem missti stjórn á sér í æsingnum. Við erum með öryggisverði einmitt til að bregðast við svona aðstæðum,“ sagði Nneka Ogwumike eftir leikinn.Nneka Ogwumike var ekki ein út á gólfi því systir hennar, Chiney Ogwumike, sem spilar líka með Los Angeles Sparks liðinu stóð við hlið hennar.„Nneka var í viðtali og ég vil alltaf vera með henni því við göngum alltaf saman af velli,“ sagði Chiney Ogwumike sem sjálf var með 6 stig og 4 fráköst í leiknum.„Svo sá ég hann koma út undan mér og hann stefndi á okkur. Ég stökk fyrir hann því ég veit að hún er mikilvægari en ég fyrir liðið. Við þurfum á henni að halda. Ég held að þessi áhorfandi hafi ætlað að komast að okkur en það er í fínu lagi með okkur,“ sagði Chiney Ogwumike.Los Angeles Sparks mætir Connecticut Sun í undanúrslitunum en hinum megin mætast Washington Mystics og Las Vegas Aces.

Tengd skjöl

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.