Körfubolti

Valskonur unnu Barcelona í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valskonur fagna sigri á Íslandsmótinu í fyrra.
Valskonur fagna sigri á Íslandsmótinu í fyrra. Vísir/Daníel
Íslandsmeistarar Vals í kvennakörfunni mæta öflugar til leiks á komandi tímabil ef marka má gengi liðsins í æfingaferð til Spánar.Valsliðið vann tvo af þremur leikjum sínum þar á meðal stórsigur á liði Barcelona í lokaleiknum. Valsliðið þurfti aðeins að sætta sig við tap á móti stórliði Ekaterinburg frá Rússlandi.Valur vann 96-58 sigur á Barcelona í gær en hafði áður unnið 90-52 sigur á Joventut L‘hospitalet.Sigur Vals á heimastúlkum í Barcelona var mjög öruggur. Liðið vann fyrsta leikhlutann með átta stigum og var 19 stigum yfir í hálfleik, 47-28.Helena Sverrisdóttir var stighæst hjá Val með 22 stig og Sylvía Rún Hálfdanardóttir skoraði 21 stig. Nýju erlendu leikmenn liðsins, Kiana Johnson og Regina Palusna, voru báðar með 16 stig. Fyrirliðinn Guðbjörg Sverrisdóttir skoraði síðan 9 stig.Sylvía Rún Hálfdanardóttir gekk til liðs við Valsliðið í sumar og var að standa sig frábærlega í æfingaferðinni. Hún skoraði yfir tuttugu stig í báðum sigurleikjunum og var stigahæst hjá liðinu í tapleiknum.Sylvía Rún var með 25 stig á móti Joventut L‘hospitalet og 15 stig á móti Ekaterinburg en það lið er margfaldur Evrópumeistari og vann Val 83-55.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.